Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 125
125
þeir engin skip úr eyjunum ganga í land, áður en
þeir sigldu á baf.
Hefnd þessi kom þar niður er sizt skyldi, því
Ormur hafði jafnan reynt að mýkja skap bróður
síns gagnvart Austmönnum, og auk þess hafði hann
sýnt þeim gestrisni og vináttu á annan hátt. Víg
hans þótti líka hin verstu tíðindi, og vakti mikla
gremja meðal manna móti Norðmönnum. Er svo
að sjá af annálum sem vopn hafi verið gerð upp-
tæk á Eyrum fyrir Norðmönnum, og tveir Austmenn
hafi verið drepnir, en við hvaða tækifæri það hafi
verið, sjest eigi. Næsta sumar (1219) hefndi Björn
Þorvaldsson, er átti Hallveigu dóttur Orms, tengda-
föður síns, með þvi að láta drepa norður í Miðfirði
Norðmann einn. Hafði hann fiúið i kirkju, en svo
var reiði Bjarnar mikil, að kirkjan hjelt eigi, og ljet
Björn draga manninn úr kirkjuuni, enda var Birni
sagður Norðmaður sá frændi Sörla.1
Þá er fjárupptektir Sæmundar Jónssonar á
Eyrum spurðust til Noregs, lagðist þungur orðrómur
á um mál Oddaverja, enda hefur efiaust eigi verið
gert minna af ofríki Sæmundar, en það var. Um
haustið 1218 komu þeir Sörli og Grímarr til Noregs
og sögðu þau tíðindi, að þeir hefðu tekið af lífi Orm
Jónsson og son hans fyrir þann ójafnað, er Sæmund-
ur hafði gert Austmönnum. Mátti því vænta nýrra
hefnda frá Sæmundi, og það því fremur, sem þeim
mönnum var þunglega svarað, er beiddu bóta fyrir
víg Orms. Norrænir kaupmenn hafa því varla ætl-
að sjer friðvænlegt á íslandi, ef þeir færu út þang-
1. Ann. IV, Y; Sturl I, 236—38, 251; Eirsp. 265, 273,
274; Pris. 410, 418, 419; Fms. IX. 276—77, 292, 294; Flat. III,
28, 36, 37; Ann. I, III, V. Guðm. s. g. Bps. I, 507, 510.