Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 126
126
að, og þesa vegna gert það ráð, að fara eigi. í ann-
álum segir og, að 1219 hafi eigi komið skip af Nor-
egi til Islands; í Guðmundarsögu stendur að »far-
bann« hafi þá verið ; gæti verið að Skúli jarl eða
konungur hafi sökum víga þessara banuað kaup-
mönnum að sigla til Islands, þótt eigi sje neitt nán-
ara um það kunnugt.1 Hvernig sem á mál þetta
var litið, var það hyggilegast fyrir kaupmenn að
koma eigi til íslands of skjótt eptir brautför þeirra
Grímars; um það sannfærðust þeir bezt þá er þeir
frjettu af hefndum Björns Þorvaldssonar.
Arið 1217 var höfðingaskipti í Noregi og kom
þá til ríkis Hákon Hákonarson, sonarsonur Sverris
konungs. Hann var þá 13 vetra að aldri, en Skúli
jarl Bárðarson var þá ríkastur maður í Noregi.
Skúli var stórlyndur og drottnunargjarn mjög, og
notaði hvert tækifæri til þess að auka vöid sín.
Hann brást við reiður, er hann frjetti víg Norðmanna
af íslandi. Gerði hann orð á því, að hann mundi
senda her til íslands; ætlaði hann mörg skip til
ferðarinnar og voru iáðin til skip og meun, er fyr-
ir skyldi vera. En til þessarar ferðar voru fiestir
hinir vitrari menn mjög ótúsir og töldu margar
latar á. Snorri Sturluson var þá í Noregi (1218—
20) og í hinu mesta yfirlæti hjá Skúla jarli og Há-
koni konungi. Gjöiðu þeir Hákon konungur hann
skutilsvein sinn. Hann latti mjög ferðarinnar til
Islands, og kallaði það ráð, að gjöra sjer að vinum
hina beztu menn á íslandi. Segir svo í Sturlungu
að hann «kallaðisk skjótt svá mega koma sinurn
1. Siglingar milli landa virðast þó hafa verið einhverjar,
að minnsta kosti frá íslandi til Noregs. Sturl. I, 239, 240, IIr
313 (Aronssaga). Guðm. s. g. Bps. I, 508, 510, 620 (Ar.s.).