Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 128
128
gerður þangað, Honum var kunnugt um herferðir
Norðmanna vestur um haf, og hvernig þeir höfðu
brotið þar eyjar og hjeruð undir sig. Frelsi íslands
gat þvi verið hætta búin, ef lán fylgdi herskipum
Norðmanna. A Islandi stóðu menn þá öðru vísi að
vígi en síðar eða nú á dögum, þvi þar var þá að
ræðaum allmikla vörn. Oddaverjar einir gátu mætt
Norðmönnum með 1000 manna, og ef ríkustu höfð-
ingjarnir hefðu gert samband sin á milli, þá gátu
þeir tekið á móti Norðmönnum með 3000 vigra
manna. En áður en hægt væri að draga svo mik-
ið lið saman, gátu Norðmenn eytt bæi og þau hjer-
uð, þar setn þeir kæmu fyrst á land. Hins vegar
var eigi þá kviknaður svo mikill fjandskapur á
milli höfðingjanna á íslandi, að hann væri því til
fyrirstöðu, að þeir gætu barizt allir saman á móti
Norðmönnum, ef þeir hefðu komiö til íslands með
her manns. Herferð þessi hefði því getað orðið til
þess að vekja samheldni og frelsisást hjá íslending-
um, ef þeir hefðu eigi orðið ofurliði bornir þegar í
■upphafi. En til þess að geta það, þurfti Skúli jarl
að senda allmikið lið til íslands, um 3000 manna.
En gat jarlinn það? Eigi, nema með því algjörlega
að stofna yfirráðum sinum og Hákonar konungs í
voða. Ribbungar höfðu um þetta leyti hafið upp-
reist í Noregi og þeir fengu herrnönnum þeirra kon-
ungs nóg að vinna. Það er því mjög tvísýnt, bvort
nokkuð hefði orðið úr þessari herferð til íslands,
þótt Snorri Sturluson hefði eigi komið í veg fyrir
hana. Þótt Skúla hafi verið full alvara með leið-
angur þenna i fyrstu, þá hefir hann þó brátt hlot-
ið að sjá, að annað starf var nær fyrir hendi; en
hins vegar kunni hann að gera mál þetta svo al-
varlegt og geigvænlegt, sem mest mátti verða, til