Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 129
129
þess að geta sagt Snorra á eptir, að hann hefði hætt
við herförira fyrir hans orð; mátti hann þannig gera
Snorra sjer skuldbundnari en ella, og gat fremur
fengið hann til þess að láta sem mest að vilja sín-
um aptur í móti.
Segir nú í Hákonarsögu, að Snorri væri sendur
til Islands út að friða fyrir kaupmönnum og að jarl
hafi þá í fyrsta sinni talað um, að Snorri skyldi
koma landinu undir konung1). En í Sturlungp seg-
ir, að Snorri skyldi leita við Islendinga, að þeir
snerist til hlýðni við Noregshöfðingja. Þetta eru
vægari orð, en meiningin er þó hin sama, að koma
landinu undir yfirráð konungs. En Snorri hefur ef-
laust. lofað að vinna að þvf, að kaupmenn hefðu frið
á íslandi. Eins víst má telja það, að Skúli jarl
muni hafa gert sjer far um að vinna Snorra til þess
að koma Islandi undir Noregskonung, þvi það mun
rjett, sem P. A. Munch getur til, að honum hafi
leikið mikill hugur á að vinna landið undir Noreg,
til þess að auka frægð sína og hafa það sjer tii
stuðnings, er hann gerði kröfu til konungstignar i
Noregi. Það er mjög sennilegt, að Snorri hafi tekið
þessu vel eða líklega, en eigi gefið beint loforð um
það, enda er þess eigi getið. Hins vegar reyndu
þeir Skúli og konungur að festa Snorra enn betur
með þvi að gefa honum lends manns nafn, og var
það hinn mesti sómi. Einnig ieiddi jarlinn hann út
með stórgjöfum, enda hafði Snorri ort, tvö kvæði
um hann.
Snorri tók land í Vestmannaeyjum og spurðist
1) I Eirspennil bls. 274 segir hreint og beint að Snorri
skyldi þá koma landi undir konung.
9