Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 130
130
brátt inn á land útkoma hans, og svo með hverjum
sæmdum hann var út kominn. Sunnlendingar ýfð-
ust þá mjög við honum, og mest tengdamenn Orms
Jónssonar. Þótti þeim sem hann mundi settur til
þess af Norðmönnum að standa i móti, svo að þeir
mætti engum eptirmálum fram koma um víg Orms;
öðru vísi gátu þeir eigi skilið sæmdir þær, er hann
hafði hlotið. En þess minntust þeir eigi, að Snorri
hafði eptir mætti komið í veg fyrir að herjað væri
á Island. ,
Arið eptir, 1221, sendi Snorri utan Jón son
sinn til jarls, sem mælt var með þeim; hann fór í
gislingu og kom heim aptur þremur árum síðar,
þrátt fyrir það þótt Snorri hefði eigi leitazt við að
koma landinu undir konung og engu komið á leið
við landsmenn. En kaupmenn höfðu góðan frið á
Islandi í þann tíma, enda virðist það hafa verið að-
alatriðið í loforðum Snorra. Það mun hafaveriðþvf
til tryggingar, að Snorri friðaði fyrir kaupmönnum,
er hann sendi son sinn í gislingu, og því fjekk
hann að hverfa heim aptur, er friðurinn fjekkst,
þrátt fyrir það þótt ófriðurinn hætti af sjálfu sjer
og Snorri þyrfti eigi að koma á friði. Ef Jón hefði
setið til tryggingar því að Snorri kæmi íslandi und-
ir Noregskonung, þá hefði hann orðið að sitja þar
lengur. Þetta virðist vera nokkur sönnun fyrir því,
að það sje eigi rjett, sem Munch segir i Noregs sögu
sinni, að Snorri hafi lofað því hátíðlega, en þó leyni-
lega(!), að beita öllu riki sínu til þess að koma lönd-
um sínum undir yfirráð Norðmanna1).
1) Stnrl. I. 243-45, 251, 266, Eirsp. 274-75; Fms IX 295
—96, Fris. 419—20, Flat. III 37—8, Det norske F. Hist.IV.841.