Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 131
131
V. Utanstefnur á efri árum Guðmundar biskups
Arasonar og erindisrekar erkibiskups 1222—1234.
Munch hefur getið þess til, að Guðraundur Ara-
son haíi líklega hvatt Skúla jarl til þess að gera út
her til íslands, því hann muni ekki hafa hirt mikið
ura frelsi fósturjarðar sinnar í saraanburði við þá
ánægju, að sjá höfðingjana beygða'). Það er nú
enginn fótur tyrir þessari getgátu annar en sá, að
Guðmundur Arason skeytti ekkert ura landslögin í
samanburði við kanónisku lögin eða hin almennu
kirkjulög, og að hann átti jafnan í ófriði við höfð-
ingjana. Allur sá ófriður, sera átti sjer stað um
þessar mundir á Islandi, má heita að hafi staðið
milli Guðmundar biskups annars vegar, en nokk-
urra höfðingja hins vegar. — Ofriðurinn milli höfð-
ingjanna innbyrðis magnast síðar. — En sá höfðingi,
sem Norðmenn voru reiðastir, hafði frá upphafi leitt
Guðmund Arason og allar hans deilur hjá sjer, og
þvl er eigi líklegt, að Guðmundur væri upphafsmað-
ur að fyrirætlun Skúla að herja til Islands. Það lá
miklu nær fyrir Skúla sjálfan að finna upp á slíku
en fyrir Guðmund. Munch ber Guðmundi biskupi
illa söguna og er það von, en ofmikið má af öllu
gera, og það er eins og hann ímyndi sér, að Skúla
jarli og Hákoni konungi hafi eigi af sjálfsdáðum get-
að dottið neitt í hug til þess að ná íslandi undir sig.
Þeir hafi orðið að fá allar visbendingar og ráð frá
Islendingum sjálfum; Guðmundur hafi orðið að
eggja Skúla til herfararinnar,- og Snorri að leggja á
ráðin með Hákoni hvernig hann ætti að vinna yfir-
ráðin yfir íslandi. En Hákon sýndi það síðar, að
1) Det norske Folks ilist. IY, 839.
9*