Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 133
133
þá farinn utan. Settist biskup á staðinn og dreif þá
margt manna heim, og gekk upp alt sumarbúið.
Kom svo að bændur höfðu hótanir í frammi við
biskup og fór hann þá með lið sitt út í Málmey, en
Tumi Sighvatsson settist á staðinn. Þetta þótti bisk-
upsmönnum hart og fóru að honum í illviðri og
komu á óvart. Þeir tóku Tuma og drápu hann,
þótt biskup legði þeim vara fyrir það. Biskup fiýði
nú með lið sitt norður til Grímseyjar, en Sighvatur
Sturluson og Sturla son hans eltu hann þangað,
drápu nokkra af mönnum hans og tóku hann nauð-
ugan og ljetu hann fara utan um sumarið (1222).
Allur þessi ófriður leiddi til þess að Guttormur erki-
biskup stefndi höfðingjum sama árið á sinn fund,
en enginn þeirra gegndi. Er líklegt að hann hafi
þá einnig skrifað Magnúsi biskupi, því að 1223 sendi
hann prestana Jón Arnþórsson og Arnór Bjarnar-
son utan með brjefum sínum á erkibiskupsfund,
þótt það hins vegar hefði getað verið í öðrum er-
indum.
Hvort erkibiskup stefndi höfðingjum utan 1222
eptir að Guðmundur biskup var konnnn til Noregs
og eptir hans áeggjun, eins og Munch hef'ur getið
upp á, eða hann gerði það áður en Guðmundur kom,
vita menn eigi. Sigi heldur er það fullkunnugt
hverjum eða hve mörgum hann stefndi utan, en það
hafa eflaust verið þeir menn, sem áttu í mestum ó-
friði við Guðmund biskup, svo sem Sighvatur og
Sturla og þeir sem þeim fylgdu að málum, því ill-
deilurnar milli biskups og þeirra var ástæðan til
utanstefnunnar)1.
1) Sturl. 1.238—43, 251—55,255—67; Gruðm. s. g. Bps. 1508
—34,545; Sturl. II. (Arons s.) 339; Fms IX, 317, 342; Ann. IV, V.