Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 134
134
Sighvatur Sturluson hefur að likindura sent eða
látið senda erkibiskupi kæru yfir Guðraundi biskupi,
og er svo að sjá, sem Guttormi erkibiskupi hafl þótt
atferli Guðmundar biskups mjög varúðarvert, því
hann þorði eigi að leyfa honum að halda biskups-
embætti, nema hann fengi leyfl páfans til þess. Guð-
mundur sendi þá prest nokkurn, Ketil að nafni, með
brjef á fund páfa og tjekk Guðmundur það svar,
að hann gæti vikið úr biskupsembætti, ef hann vildi
(si vult cedere, cedat = ef hann vill vikja, þá víki
hann)1 2. En Guðmundur var eigi á því. Um þetta
leyti urðu einnig erkibiskupaskipti i Noregi, því
Guttormur andaðist 6. febrúar 1224 og tóku þá
kórsbræður við stjórn um hríð, en Pjetur af Húsa-
stað var kjörinn erkibiskup og fór hann á fund
páfa að vígjast. Kórsbræður svöruðu upp á brjef
Magnúsar biskups og kom Arnór prestur út með
brjet þeirra 1224, er Jón prestur Arnþórsson hafði
dáið um veturinn í Noregi*. Var þetta í fyrstasinn,
svo í frásögur sje fært, að kórsbræður hafi svarað
brjefum islenzkra biskupa i stað erkibiskups, enda
reyndu þeir á aliar lundir að auka vald sitt um
þessar mundir.
I Flatevjarannál segir, að Magnús biskup hafi
1224 gefið út boðorð um breytingar í messu. Hefur
Finnur biskup Jónsson haldið, að Magnús biskup
hafi verið settur af embætti fvrir þessa skipun, af
því hún muni hafa verið gjörð fyrir hvöt kórs-
bræðra, en fjandskapur var milli þeirra og Pjeturs
1) Guðm. s. g. Bps II, 119—27. Þótt frásögn Arngrims
ábóta af önðm. biskupi sje mjög óáreiðanleg, má þó ætla að þetta
megi draga rjettilega út úr henni.
2) Guðm. s. g. Bps. I, 545; Ann. IV, V sbr. III. (1225).