Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 135
135
erkibiskups. Ýmislegt hefur verið leitt út af þessu,
en Jón Sigurðsson hefur með góðum rökum sýnt
að breyting Magnúsar biskups á messusöngnum hafi
ekki verið ástæðan til þess, heldur samlag hans við
höfðingjana og rógur Guðmundar biskups, og auk
þess löngun erkibiskups til að fá sem mest ráð á
Islandi, þá er hann sá, að Islendingar gáfu á sjer
fangaráð1 2.
Boð Magnúsar biskups um kirkjusiði eru enn
til* og voru þau samþykkt af öllum lærðum mönn-
um á prestastefnu. Það er ekkert ólöglegt í þeim
nje neitt það sem reið i bága við siði kirkjunnar,
og biskupar höfðu rjett til að gjöra slíkar breyting-
ar. Þetta gat því eigi verið ástæðan fyrir erkibiskup
að víkja Magnúsi frá embætti. En meðan þetta
gjörðist sat Guðmundur í Noregi, og er hann hafði
fengið leyfi páfa til þess að vera við biskupsembætti,
tók hann að nýju að flytja raál sitt fyrir erkibisk-
upi. Hann var í Niðarósi veturna 1224—26 og þá
kom Pjetur erkibiskup heim frá vígslu. Hann var
mikill bragðarefur eptir þvi sem norskir sagnaritar-
ar hafa sagt3. Guðmundur biskup fjekk nú komið
ár sinni svo fyrir borð, að erkibiskup skrifaði Magnúsi
biskupi og »ávltaði hann fast um sljóleik og úein-
örð móti þeim guðs óvinum, er æ leiða sinn hern-
að og haturlegt sverð upp á kirkjunnar frelsi, er
hennar rjettarbótum, sem lærdómsins, vilja með gráð-
ugri grimd allan veg fyrirkoma; þar með ásakar
hann biskupinn fyrir það, er hann samsetti sinni
vináttu þá menn, er f svo ljótum ósóma eru sann-
1) Dipl. Isl. I, 425.
2) S. St. 1, 435.
3) T. a. m. Munch. IV, 874.