Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 136
136
reyndir*. Þannig skýrir Arngrimur ábóti frá þessu
brjefi erkibiskups og þarf eigi að efa, að það er
rjett að efninu til, því að erkibiskup veik Magnúsi
úr embætti og stefndi honum utan. Hefur hann ef-
laust fundið Magnúsi biskupi til saka, að hann hjeldi
eigi fram lögum og ríki kirkjunnar, en styddi vald
höfðingjanna. Einnig stefndi erkibiskup þeim höfð-
ingjunum Þorvaldi Gissurarsyni, bróður Magnúsar
biskups, Sighvati Sturlusyni og Sturlu Sighvatssyni
utan.
Guðmundur biskup og Björn klerkur, er kall-
aður var Rita-Björn, líklega at brjefum þessum,
komu út með brjef þessi 1226. Björn var íslenzkur
að uppruna, ættaður af Norðurlandi og alinn þar
upp af Brandi biskupi Sæmundssyni. Hann var um
hríð (um 1205—1209) prestur hjá Páli biskupi Jóns-
syni, en fór seinna til Noregs og varð munkur í
Niðarhólmsklaustri.
Höfðingjarnir gegndu eigi utanstefnu Pjeturs
erkibiskups og Magnús biskup eigi heldur; erkibisk-
up andaðist sama haustið (9. oktbr. 1226), og það
hefir frjettst til Islands næsta vor; er líklegt að
Magnús biskup hafi eigi farið af þeirri ástæðu, en
tíðindi þóttu það á Islandi, að hann skyldi eigi fara
utan, er erkibiskup stefndi, því í annálum er ritað
við árið 12i7: Magnús biskup fór hvergi. Rita-
Björn hefur að líkindum farið utan til Noregs
þá um sumarið; hans getur eigi á Islandi, en þó er
líklegt að hann hafi riðið á þing með Guðmundi
biskupi þá um sumarið, áður en hann færi utan.
Þess getur í annálum Guðmundar sögu góða, að ill
rit hafi verið upp lesin á þingi, og munu það hafa
verið brjef þau, sem Rita-Björn hafði raeðferðis.
Hafa þeir Guðmundur biskup lesið þau upp á þingi