Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 137
137
og mönnum eigi getizt að þeim, sem eigi var held-
ur von. En frá Birni er það að segja, að hann
varð ábóti í Niðarhólmsklaustri 1232, og er nokkur
saga af honum að segja í Noregi, áður en hann
andaðist (1244)1.
Eptirmaður Pjéturs á erkibiskupsstóli var Þór-
ir þrænski. Þá er hann var kominn heim frá
vígslu, sendi hann Þorstein nokkurn þykk með brjef-
um til margra höfðingja (1228); var þá utan stefnt
Magnúsi biskupi, Sighvati Sturlusyni og Sturlu syni
hans2. Magnús biskup fór utan árið eptir, en Sturl-
ungar gegndu eigi utanstefnu erkibiskups. Magnús
biskup mun hafa verið i Björgyn fyrsta veturinu,
því árið eptir getur þess, að hann hafi farið þaðan
til Þrándheims (1230). Sama árið (8. ág. 1230) dó
Þórir erkibiskup, svo kórsbræður gerðu um mál
Magnúsar. Þeir stefndu Guðmundi biskupi utan, og
jafnframt bodaði Hákon konungur og Skúli jarl höfð-
ingjum d xinn fund. Þetta var hin fyrsta utanstefna
frá konungs hendi. Hefur Jón Sigurðsson getið þess
til að konungur og jarl hafi farið þar að »bendingu
Magnúsar biskups og hafi hann sagt þeim, að höfð-
ingjar á Islandi mundi eigi þvkjast skyldir að meta
að neinu stefnur erkibiskups eða kórsbræðra, en
þeir kynni heldur að meta stefnur konungs og jarls«.
Það er þó miklu líklegra að ætla, að annaðhvort
hafi kórsbræður lagt konungi eða jarli ráð þetta
eða þeim sjálfum hafi dottið það í hug. Bæði erki-
biskup og þeir konungur og jarltóku nú eptir mætti
að reyna að afia sjer valda á Islandi; sama er að
1) Sturl. I 272, öuðm. s. g. Bps. I 546 (589, 590) 548,
Páls 8. Bps. I 140 sbr. 142; Fms X, 6. Ann. I, III, IV, V.
2) Ann. IV.