Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 138
138
segja um kórsbræðurna, að þeir notuðu hvert færi, er
gafst, til þess að ná sem mestum völdum undir sig.
Þeir sátu sig eieri heidur úr færi að þvi leyti er
Island snertir. Erkibiskupinn hafði nú hvað eptir
annað stefnt höfðingjum af Islandi utan, en þeir
höfðu lítið skeytt stetnum hans. Það var því harla
eðlilegt að erkibiskupinn — eða kórsbræðurnir í
þetta sinn — leituðu til konungs og jarls, og skor-
uðu á þá að stefna höfðingjunum á sinn fund. Þeim
mátti vera það kunnugt, að jarlinn hafði tíu árum
áður ætlað að gera herferð til Islands, og að bæði
hann og konungur vildu gjarnan ná völdum yfir
Islandi. Aptur á móti var það eigi samkvæmt stjórn-
araðferð Magnúsar biskups að reyna að veikja vald
og yfirráð höfðingjanna á íslandi. Hann var sjálf-
einn úr þeirra hóp, og hafði eigi heldur átt 1 nein-
um ófriði við þá; það gat eigi orðið honum nje ætt
hans að neinu liði, að þeir yrðu háðir Norðmanna-
konungi. Hins vegar voru kórsbræðurnir búnir að
sjá, að höfðingjarnir gegndu eigi utanstefnum erki-
biskups. Þegar Magnús kom til Noregs, hafa þeir
efiaust spurt hann, hvort eigi kæmu fleiri af þeim
sem stefnt var, en hann. Þessii hefur hann eflaust
svarað, að eigi væri von á fleiri, og þótt kórsbræð-
ur hefðu spurt, hvernig á þvi stæði, og hann hefði
sagt, að höfðingjar á Islandi þættust eigi skyldir að
hlýða stetnu þeirra eða erkibiskups, þurfti eigi Magn-
ús biskup til þess að segja þeim þetta; þeir höfðu
reynt það áður. Ekkert var þvi eðlilegra, en að
kórsbræður leituðu liðs hjá konungi. Þeim var það
vel kunnugt, að ýmsir Islendingar voru hirðmenn
hans, og að þeitn var því skyldugt að virða boð
hans og vilja. Öðrum íslendingum var það eigi, eu
það spillti hins vegar engu fyrir konungi nje jarli,