Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 139
139
þótt þeir reyndu hvernig utanstefnu þeirra væri
tekið af þeim íslendingum, sem í engu voru þeim
bundnir. Það gat verið varúðarvert að virða boð
konungs að engu, þvi að Islendingar komu svo opt
til Noregs, að konungur gat verið þeim erflður á
ýmsan hátt aptur á móti. En með því að hann
vildi fá vilja sínum framgengt á Islandi, hlaut hann
að reyna þetta og nota það færi, sem bauðst til
þess að blanda sjer inn i mál manna þar, og mál
erkibiskups. Þetta gerði konungur fyrst og fremst
af því að honum ljek hugur á Islandi og af því að
það var samkvæmt aldarinnar hætti, að konungar
eða þjóðhöfðingjar, bæði andlegir og veraldlegir
drottnuðu, »því«, eins og Jón Sigurðsson segir1,
»hefur þá verið að myndast sá almennur hugsunar-
háttur manna, að konungar og jarlar væri bornir
til að ráða yfir bændum hvar sem væri, en frjálsa
þjóðstjórn og jafnborin rjettindi þekktu menn eigi
nje skildu neitt í«. En þessi orð eiga að sumuleyti
betur við Noreg og önnur lönd en Island, og þau
styrkja fremur þá skoðun, að kórsbræður eða Há-
kon konungur og Skúli jarl hafi fundið það ráð, að
stefna islenzkum höfðingjum utan, en að Magnús
biskup hafi gert það.
Vorið 1230 fór Jón murtur, son Snorra Sturlu-
sonar, til Björgynjar og fann þar Ilákon konung,
og ætlaði til Islands um sumarið. Hann hafði verið
um veturinn með Skúla jarli og gjörzt hirðmaður
hans og skutilsveinn. Konungi þótti nú bera vel i
veiði og bannaði Jóni að fara heim um sumarið,
þrátt fyrir það, þótt hann væri mjög fjevana; en
þetta. gerði konungur tíl þess að Snorri Sturluson
1) Dipl. Isl. I, 426.