Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 140
140
og aðrir höfðingjar af hans ætt skyldu fremur hlýða
utanstefnu hans en ella. Enginn, hvorki Guðmund-
ur biskup nje nokkur af höfðingjunum, gegndi þó
utanstefnum þeirra Noregshöfðingja. Guðmundur
var nú orðinn gamall og hrumur og gat því barið
við elii, enda hefur hann eigi getað gert sjer neina
von um að græða á ferðinni; hann hefur heldur eigi
viljað missa það, er hann vann á síðustu ferð sinni.
En höfðingjarnir fóru eigi, af því að þeir þóttust
eigi skyldir að mæta fyrir konungi.
Magnús biskup beið í Þrándheimi þangað til
Sigurður erkibiskup kom heim aptur frá vígslu í
Róm 1231. Síðan fór hann til íslands 1232 með
brjefum erkibiskups; var þá embætti tekið af Guð-
mundi biskupi og utan stefnt Sighvati Sturlusyni og
Sturlu Sighvatssyni, og Þorvaldi Gissurarsyni, að því
sem segir i Konungsannál.1 Þorvaldur hafði nú
sett klaustur i Viðey fyrir nokkrum árum og gerzt
þar kanoki; er því ólíklegt að erkibiskup hafi stefnt
honum að nýju, og gæti vel verið að þetta sje rangt
í Konungsannál. En sje það rjett, þá er það helzt
sönnun fyrir því, að Magnús biskup hafi eigi ráðið
til að stefna höfðingjunum utan, og þótt hann kæmi
með utanstefnu erkibiskups, þá sannar það eigi ann-
að en það, að erkibiskupi hafi þótt vænlegast, að
láta hann flytja brjef sín til landsins, eins og eðli-
legt var.
Jafnvel pótt Guðmundur Arason hljóti að hafa
hallað máli á Magnús biskup, er eigi gott að sjá
annað en að Magnús hafi sagt söguna eins og hún
gekk. Hann hefur eflaust staðfest frásögn manna
1) Sturl. I 293, 295, 299—300, 327. Guðm. s. g. Bps. I 548,
550—61, Ann. I, III, IV, V. Dipl. Isl. I, 426.