Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 141
111
um yfirgang Sighvats og Sturlu við Guðmund bisk-
up. I brjefi sfnu mælti erkibiskup harðlega til þeirra
Sighvats og Sturlu um Grímseyjarför og annanmót-
gang við Guðmund biskup. Sættust þeir feðgar þá
við Guðmund biskup, og rjeðst það af, að Sturla
skyldi fara fyrir þá báða og leysa mál þeirra
beggja. Lýsti Sturla þá utanferð sinni um veturinn
og fór utan siðla um sumarið 1233 af Gásum og
nokkrir menn með honum. Hann tók land í Noregi
við Borgund á Sunnmæri, og hitti þar Álf af Þorn-
bergi, mág Skúla jarls. Hann tók vel við Sturlu og
bað hann bíða þess er jarl kæmi norðan, því hann
ætlaði á fund við konung í Björgyn. Kvaðst hann
vilja koma honum í vináttu við jarl, og sagði að
jarlinn væri hinn mesti vin íslendinga, og þó eink-
um Sturlunga. Hann mundi gjöra Sturlu að hinum
mesta mannj, slíkt afbragð sem hann væri annara
manna. En Sturla vildi eigi annað en fara suður
til Björgynar á fund Hákonar konungs. Var
Sturla í Björgyn um haustið og öndverðan veturinn,
en eigi segir hvort hann ætti tal við Hákon kon-
ung nje hvernig konungur tæki honum. Er þó lík-
legt, að hann hafi farið á fund konungs, en konung-
ur tekið honum fálega, því að Sturla hafði viljað
drepa Aron Hjörleifsson skógarmann sinn, þegar er
hann kom til Björgynar, þótt hann fengi því eigi
við komið; en Aron var hirðmaður Hákonar kon-
ungs og i miklum kærleikum hjá honum.
Um veturinn rjeð Sturla til suðurferðar og fór
til Danmerkur, og fann þar Valdimar konung inn
gamla; fjekk hann þar góðar viðtökur og dvaldi
þar um hríð; gaf konungur honum hest til fararinn
ar og fleiri sæmilegar gjafir. í Þýzkalandi fann
Sturla Pál biskup úr Hamri, og urðu þeir samferða