Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 142
142
til Róma og aptur til Noregs. Varð Sturlu þetta
að happi, því biskup var hinn mesti flutningsmaður
allra hans mála, er þeir komu til páfafundar.
Sturla fjekk lausn allra siuna mála og föður síns,
en hann tók þar stórar skriptir. »Hann var leidd-
ur á milli kirknanna allra í Rómaborg og ráðið fyr-
ir flestum höfuðkirkjum* segir í Sturlungu, og er
það svo að skilja, að hann hafi verið leiddur ber-
fættur, og sleginn svipum fyrir flestum höfuðkirkj-
unum Þá er Sturla kom aptur til Noregs, fann
hann Hákon konung í Túnsbergi eða í Björgyn ept-
ir þvi sem segir i Sturlungu, og fór með honum til
Túnsbergs.1
Þess er eigi getið, að Sturla Sighvatsson hafi
fundið erkibiskup í Noregi, þótt hann hefði stefnt
honum utan; en vel má þó vera, að hann hafi hitt
hann að máli, þótt eigi sje þess getið. Erindi
Sturlu virðist einkum hafa verið að taka lausn af
páfa, eins og þá var títt. Þótt róstusamt væri og
vígaferli alltíð, vildu menn þó vinna samvizku sinni
frelsi og sálu sinni lausn. Það gerði Sturla, en
deilurnar við Guðmund biskup voru þó undirrótin og
ástæðan að utanför hans.
VI. Sturla Sighvatsson fer með erindi konungs.
Norrœnir biskupar sendir til Islands. 1235—39.
Erkibiskupunum hafði hingað til orðið heldur
lítið ágengt við höfðingjana á Islandi, einkum þeg-
ar að þvi er gætt, að landsmenn voru undir þá
gefnir i kirkjumálum; en er konungur fór að reyna
1) Sturl. I 314-15, 316, 317—18; As. Sturl. II 341—42;
ÍTuðm. s. g. Bps. I 550—51. 554—55; Fms. IX 435. Ann. I,
III, IV, V.