Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 143
143
við þá, varð brátt raunin áönnur. Framan af vildu
þeir að vísu eigi gegna utanstefnum kouungs frem-
ur en utanstefnum erkibiskupanna, en er þeir áttu
eitthvert erindi til Noregs og fóru þangað, fjekk
konungur færi á að semja við þá. Leikslokin urðu
þá önnur, eins og skiljanlegt var, því annað var
uppi á teningnum hjá konungi, en hjá erkibiskupi.
Erkibiskuparnir vildu þrengja að kosti höfðingjanna,
taka af þeim kirkjujarðir og dómsvald í öllum þeim
málum, sem klerka snertu, en þeir gátu ekkert lát-
ið af hendi rakna aptur á móti. Þeir vildu enn
fremur beygja menn sem mest undir kirkjuagann
og fara eptir kirkjulögum, sem eigi höfu verið í lög
tekin á Islandi. Konungurinn hins vegar vildi að vísu
ná yfirráðunum undir sig og fá höfðingjana til þess
að hlýðnast sjer, en hann hjet hverjum þeim, sem
flytti erindi hans, hinni mestu sæmd og vináttu
sinni. Það þurfti því sterk bein og mikla óeigin-
girnd til þess að standast áleitni konungs, einkum
þar sem fjandskapur gaus nú upp meðal höfðingj-
anna og metnaður fór vaxandi á meðal þeirra.
Þá er Sturla Sighvatsson kom sunnan frá Róm
1234, tók konungur vel við honum, hafði hann í
boði sinu og talaði jafnan við hann. Sama árið
hafði verið mjög róstusamt á íslandi, og bárust tið-
indin um víg Odds Alasonar og ýmsan óskunda, er
faðir Sturlu og þingmenn höfðu orðið fyrir, til Nor-
egs. Sturlu gramdist þetta mjög, sem von var, og
áttu þeir konungur tal um róstur þessar. Ljet kon-
ur illa yfir þvi, er ófriður var svo mikill á Islandi
»og spurði hversu mikið fyrir mundi að koma ein-
veldi á landið, og sagði þá mundu verða frið betra,
ef einn rjeði mestu. Sturla kvað lítið fyrir því, ef
sá kæmi til, er nokkurn styrk hefði.« Konungur