Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 147
147
varðhaldi á Hólum (1229—32) og síðan var hann
tvo vetur i Höfða (1232—34), en siðustu ár æíi sinn-
ar var hann lengstum heima á Hólum og hvergi
fær. Þótt heilsan bilaði, var skap hans og þverúð
hin sama. Hann vildi fyrir engan mun láta af em-
bætti, þótt erkibiskup tæki það af honum; fór svo
að erkibiskup kærði Guðmund biskup fyrir páfa og
bauð hann að taka embætti af Guðmundi, en áður
en það brjef kom út andaðist Guðmundur biskup.1
Hann varð bliudur árið áður en hann dó, og kusu
þá Norðlendingar prestinn Kygri-Björn Hjaltason til
biskups á Hólum 1236. Sama ár var sjera Magnús
Guðmundsson, dótturson Jóns Lopt3Sonar og mágur’
Þorvaldar Gissurarsonar, kjörinn biskup í Skálholts-
umdæmi. Magnús biskup var þá kominn á efri
aldur. Arið 1235 hafði Þorvaldur bróðir hans dáið,
og sjálfur hefur hann eigi búizt við að eiga langt
eptir. Honum var ljóst hvílík vandræði voru á
ferðum, ófriður innanlands, en hins vegar íhlutunar-
semi og afskipti erkibiskups og Noregskonungs.
Fyrir því hefur hann viljað sjá um, að biskup væri
kosinn í tíma og það mál væri afgert, er hann fjelli
frá. Fór hann þar að dæmi hins fræga forföður
síns, Gissurar ísleifssonar, og nokkurra annara bisk-
upa. Biskupsefnin, Magnús og Björn, urðu samferða
Urækju utan. En er þeir komu til Noregs, vildi
erkibiskup eigi staðfesta kosningu þeirra, og mun
hann hafa talið hana ólöglega; er eigi óliklegt, að
konungur hafi verið þar með í ráðum. Því miður
vantar nú skilríki um þetta, en svo mikið er þó
víst, að erkibiskupinn vildi eigi vígja þá. Kygri-
Björn rjeð þá af að fara á fund páfa og lagði af
1) Dipl. Isl. I, 514 o. fl.
10*