Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 148
148
stað raeð Úrækju ura veturinn. En honum átti eigi
að auðnast að verða biskup, því að hann andaðisí á
heimleiðinni.1 2
Það er eigi ómögulegt, að þjóðhöfðingjar Nor-
egs* hafi meðal annars minnzt á biskupskosningar
í utanstefnunni til goðanna; þeir gátu notað sllkt að
yfirvarpi, er þeir viðurkenndu þá eigi, er kosnir
voru biskupar. Ollum var augljóst, að bráðlega
þurfti að skipa nýja biskupa á íslandi, jafnvel þótt
fregnin um andlát Guðmundar biskups hafi eigi ver-
ið komin til Noregs, áður en utanstefnan væri rit-
uð. Hann dó 16. marz 1237 og þau skip, er fyrst
lögðu frá Islandi um vorið, gátu borið þau tíðindi
til útlanda. Magnús biskup átti þá skammt eptir,
því að hann andaðist 14. ágúst sama ár, og er lík-
leg, að lát hans hafi borizt til Noregs þá um haust-
ið. Bæði erkibiskup og konungur höfðu nú reynt
það optar en einu sinni, að íslenzkir höfðingjar
skeyttu eigi mikið um utanstefnur þeirra. Biskup-
arnir á Islandi höfðu venjulega verið líkari íslenzk-
um hötðingjura en biskupum kaþólsku kirkjunnar í
allri stjórn sinni. Guðmundur Arason var sá eini,
sem jafnan hafði barizt fyrir yfirráðum kirkjunnar
á Islandi, en hafði í raun rjettri reynzt óhæfur til
þess að standa í biskupsstöðu; hann hafði löngum
átt i ófriði við höfðingjana og stundum legið i deil-
um við prestana i biskupsdæmi sínu, því að þeir
neituðu að hlýða honum, er þeim þótti úr hófi ganga,
enda voru prestarnir rajög háðir höfðingjunum. En
1) Sturl. I, 346, 355, 356, 384; Pms. IX, 436, 448, 453; Eirsp.
342, 348; Frís. 484, 488, 490; Flat. III, 110, 116, 119. Ann. IV, V.
2) Þar sem svo er komizt að orði í ritgjörð þessari, er átt
við konung, Skúla jarl og erkibiskup.