Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 149
149
þrátt fyrir alít það kapp, sem hann lagði á að auka
valii sitt og kirkjunnar á Islandi, hafði hann þó
sýnt erkibiskupi þráa og eigi viljað hlýðnast boðum
hans. Til þess að geta aukið vald sitt og kirkjunn-
ar á Islandi, urðu erkibiskupar fyrst og fremst að
hafa þá biskupa þar í landi, sem vildu vinna að
sama takmarki og sjálfir þeir. Það var því mjög
þýðingarmikið fyrir erkibiskup, að þeir menn sett-
ust í biskupssæti á Islandi, er væru óháðir með öllu
íslenzku höfðingjunum og hann gæti fyllilega treyst.
Nú bar lika vei í veiði fyrir erkibiskup; eptir kan-
óniskum lögum mátti eigi kjósa biskup í því bisk-.
upsdæmi, sem hafði biskup, og eigi var laust; og ef
kosning var ólögmæt, þá fjell rjetturinn til þess að
kjósa mann til biskups yfir biskupsdæmið undir
erkibiskup.1 Þessum lögum gat erkibiskupinn að
minnsta kosti beitt gegn Magnúsi biskupsefni, því
að Skálholts biskupsdæmi var eigi orðið biskupslaust;
aptur á móti var öðru máli að gegna ineð Kygri-
Björn, þvi þótt Guðmundur hefði eigi látið biskups-
embættið af hendi, hafði þó erkibiskupinn boðið
honum að gera það. En svo andaðist Kygn-Björn,
eins og áður er sagt, veturinn 1237--38, svo að eigi
var hann því til fyrirstöðu, að erkibiskup skipaði
mann í biskupsembættið á Hól'um.
Eu auk þessa gat erkibiskup fundið allmikla
ástæðu til að mótmæla kosningu þeirra Magnúsar
og Kygri Björns, því að þeir voru kosnir til biskups
af leikinönnum, en eigi at kórsbræðrum, eins og
lög kirkjunnar gerðu ráð fyrir. Kosningarrjett þenn-
an höfðu kórsbræður feugið víðsvegar í Evrópu þegar á
síðari hluta 11. aldar, en 1 Noregi voru kórsbræður
1) Maurer, Isl. 117—118.