Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 150
150
skipaðir við erkibiskupsstólinn, er hann var settur
þar á stofn og siðan við aðra biskupsstóla þar í
landi, eins og áður er sagt. Líklega hefur erki-
biskup sagt biskupsefnunum þetta og þar með, að
leikmenn hefðu alls engan rjett til að kjósa biskupa,
því frá sjónarmiði erkibiskups var það eðlilegt, að
hann vildi eigi leyfa leikmönnum að ráða biskups-
kosningu á Islandi, þar sem hann var tekinn að
berjast fyrir yfirráðum kirkjunnar þar i landi, og
vildi eigi að mótstöðumenn hans, höfðingjarnir,
rjeðu biskupskosningu. En með þvi að ófriður mik-
ill var risinn upp meðal höfðingjanna, var og nokk-
ur ástæða fyrir hann að ætla, að heppilegt væri
fyrir kirkjuna að biskuparnir væru eigi kosnir úr
hóp höfðingjanna, heldur ættu þeir að vera óháðir
þeim að öllu leyti. En et erkibiskup vildi fá þessu
framgengt, mátti hann eigi kjósa neinn höfðingja á
Islandi til biskups og það lætur að líkindum, að
erfitt hafi verið að finna nokkurn þann mann á Is-
landi, sem væri vel til biskups fallinn og eigi væri
háður höfðingjunum að einhverju leyti. Oðru máli
var að gegna um norska klerka; þeir voru með
öllu óháðir islenzku höfðingjunum og þeim mátti
erkibiskup -reysta, því að hver sá Norðmaður, sem
hann gerði að biskuþi á Islandi, hlaut fyrst og
fremst að eiga alt sitt traust þar sem erkibiskup
var gagnvart höfðingjunum innanlands. Alt þetta
sá erkibiskup ofurvel og fyrir þvi kaus hann á-
bótann í Selju, Sigurð Þjettmarsson, til biskups i
Skálholti, og Bótólf munk i Helgisetri tii biskups á
Hólum. Hvort erkibiskup hefur kvatt þá höfðingja
frá Islandi til ráða, er voru í Noregi, vita rnenn i
raun rjettri alls eigi, en það er eigi líkiegt. Hins
vegar segir það sig sjálft, að ef hann hefur þingað