Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 152
10'2
svona hefur það getað verið; það er vel hugsan-
legt og eðlilegt. En ef að því er gáð, 1. að kon-
ungur og erkibiskup höfðu báðir samt stefnt islenzk-
um höfðingjum á sinn fund, 2. að þeir báðir unnu
að þvi að ná völdum yfir Islandi hvor á sinn hátt
og studdu hvor annan til að ná því takmarki, og
3. að konungurinn opt samþykkti kosningu biskupa
bæði norskra og íslenzkra, enda eptir krýningu
Magnúsar konungs Erlingssonar, og að hann einnig
notaði hina norsku biskupa til þessað vinna að þvi,
að hann næði yfirráðum yfir Islandi, — virðist það
sannarlega vera undariegt, ef erkibiskupinn hefði
eigi tekið neitt tillit til hagsmuna konungs við kosn-
ingu biskupa þessara. Þaö virðist sannlegast, að
hann hafi fyrst og fremst haft hagsmuni kirkjunnar
og kirkjuvaldsins ferkibiskupsins) fyrir augum, og
þar næst hagsmuni og vilja konugs.
Þótt erkibiskup kunni að hafa fengið höfðingja
þá frá Islandi, sem voru í Noregi, tii þess að vera
eigi á móti kosningu norsku biskupanna. vissi hann
þó eigi, hvernig kosningu þeirra mundi verða tekið
á Islandi. En fyrir þvi var þeim mun meiri nauð-
syn á fyrir hann að tryggja sjer liðveizlu konungs,
með þvi að hafa hann með í ráðum Hins vegar
var þeim erkibiskupi það fullkunnugt, að höfðiugj-
arnir á Islandi höfðu beðið mikið manntjón í ófriði,
og samheldnis milii þeirra allra var eigi að vænta
Erkibiskupinn fór þó gætilega að öllu; hann sendi eigi
norsku biskupana til Islands fyr en árið eptir kosn-
ingu þeirra og vígslu, og þó var biskupslaust á
Islandi. En sama arið sendi hann út munk eiun,
Hildibjörn að nafni, með brjefum, og þótt þess sje
eigi getið, þá eru öll líkindi til, að erindi hans hafi
verið að búa hinum nýju biskupum í haginn, með