Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 153
153
því að skýra frá kosningu þeirra og færa mönnum
á Islandi heim sanninn um það, að nú væri farið
eptir lögum guðs í þessu máli og gæti að eins orð-
ið Isiendingum til góðs eins að fá biskupa frá Nor-
egi, er væru lausir við allan ótrið landsmanna.
Árið eptir (1239) fóru þeir Sigvarður og Bótólfur
biskupar til íslands, og þarf eigi að efa það, að
erkibiskup mun hafa boðið þeim báðum að fara
gætilega og hyggilega að ráðum sínum og láta sjer
kapp og þrákelkni Guðmundar biskups að kenningu
verða.
Heimildarritin skýra ekkert frá því, hvernig
menn hafa litið á mál þetta og velt því fjrrir sjer;
þau skýra heldur eigi frá því, hvernig íslendingum
varð við að f'á norska biskupa. Þótt þess sjeu
engin merki, að menn hafi risið upp á rnóti þeim,
sannar það alls eigi, að menn hafi verið ánægðir
með komu þeirra og að menn hafi eigi borið kala
til þeirra. Hins vegar var ófriðurinn orðinn svo
magnaður á railli höfðingja landsins, — sumir voru
fallnir, en sumum hjelt konungur í Noregi, — að
það var annaðhvort mjög erfitt eða með öllu ónrögu-
legt að koma á nokkrum samtökum meðal þeirra,
tii þess að rísa á móti kosningu erkibiskups og
biskupum þessum. Ofriöurinn í landinu gat af sjer
og ól líka þá úifúð og öfundsýki meðal íslendinga,
er gerði þá hálfblinda að því leyti, er velferð lands-
ins snerti og eigin frelsi þeirra. Má ætla, að sumir
þeirra, er ákafastir voru, hafi kosið heldur, að út-
lendir menn eða norrænir bæiu biskupsembættin
úr býtum, en innlendir mótstöðumenn þeirra, því
að skömmu síðar kemur það svo áþreifanlega í ijós,
að þeir kjósa heldur að landið missi frelsi sitt, en