Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 154
154
að hlýða lögura landsins og beygja sig undir dóm
og yfirráð landa sinna.
Þannig misstu höfðingjarnir á Islandi raikilvæg
rjettindi, sera þeir höfðu átt frá þvf þeir á 11. öld
kusu hina fyrstu biskupa sina, því að lögum lands-
ins og venju höfðu þeir rjett til þess að kjósa bisk-
upa sina, og þótt þeir viðurkenndu yfirráð páfans
ogerkibiskupsins, þá var það í raun rjettri með þeim
takmörkum, sem samkvæm voru þeim lögum, sem
Islendingar sjálfir höfðu sett og alþingi samþykkt.
Þá er höfðingjarnir spyrntu á móti tilraunum erki-
biskups og biskupa til að ná dómsvaldi og kirkna-
fje undir sig, gerðu þeir eigi annað en það, sem
þeir höfðu fullan rjett til. í annan stað var það
eðlilegt, að erkibiskupar og biskupar vildu auka vald
sitt og kirkjunnar á íslandi; þeir gerðu það sam-
kvæmt kanóniskum lögum og embættisskyldu sinni.
En þótt erkibiskup heíði nokkurn rjett til þess að
ónýta kosningu þeirra Magnúsar og Björns biskups-
efna, og til þess að kjósa menn í þeirra stað, og
jafnvel hag kirkjunnar á Islandi mætti virðast bezt
borgið með því, að biskupsembættin væru fengin
þeim mönnum í hendur, sem að engu leyti væru
riðnir við deilur manna á íslandi, gátu þó slíkar á-
stæðureigi gilt nema um stundarsakir. Og þó varð
sú raunin á, að um langan aldur voru flestir bisk-
upar upp frá þessu útlendir menn, á Hólum til 1520,
en í Skálholti til 1465.
Erkibiskupinn fór eptir kanóniskum lögum og
vildi fylgja þeim á íslandi. En þetta lagði honum
hreint og beint þá skyldu á herðar, að gera Islend-
ingum það mögulegt, að fylgja kanóniskum lögum.
Með þvl að hann vildi, að þeir skyldu kjósa bisk-
upa sína eptir lögum kirkjunnar, átti hann að setja