Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 155
155
kórsbræður við biskupsstólana á íslandi eins og gert
var i Noregi og lög stóðu til. En þetta gerði erki-
biskup eigi. Islendingum var því eigi veitt færi á
að kjósa biskupa sina á löglegan hátt, og sýnir þetta,
að erkibiskup og kórsbræður í Niðarósi í raun rjettri
lögðu meiri stund á að sölsa þenna rjett undir sig,
en að fá íslendinga til að hlýða lögum kirkjunnar.
I þessu máli brutu þannig erkibiskuparnir í Niðar-
ósi kirkjulögin á Islendingum, og sýndu þeim
stórkostlegan ójöftiuð og rangindi. Var þetta hið
versta verk þeirra gagnvart Islandi. En Islending-
ar mega að miklu leyti sjálfum sjer um kenna, að
erkibiskupunum skyldi haldast þetta uppi.
Nokkru eptir bardagann i Bæ, sneri Sturla Sig-
hvatsson yfirgangi sinum á móti Gissurri Þorvalds-
syni, en hann gerði fjelag við Kolbein unga móti
Sturlu; fóru svo þeirra viðskipti i Örlygsstaðabar-
daga 21. ágúst 1238, að Sturla Sighvatsson fjell þar
með föður sinum og þrem bræðrum sínum. Bárust
tíðindi þessi til Noregs um haustið og þótti þar hinn
mesti mannskaöi eptir þá feðga. Var mjög talað,
að Hákon konungur og Sturla hefðu þau ráð gert,
að hann skyldi vinna Island undir konung, en kon-
ungurinn skyldi gjöra hann höfðingja yfir landinu1).
Nú voru þau í áð fallin um koll, og Sturla varð eigi
svo gamall, að reyndin sýndi, hvort hann ætlaði að
vinna landið undir sjálfan sig eða konung- En þótt
hann kynni að hata reynzt konungi trúr, má þó
telja vist, að hann hefði eigi gleymt að sjá metnað-
argirnd sinni borgið.
1) Sturl. 1, 380—81.