Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 157
157
undir, sem feyja klettana, o. fl. starfa sifelt að því
að mylja sundur yfirborð jarðarinnar og bera mylsn-
una úr einum stað í annan, yfir höfuð að tala níður
á við. Mylsnan lendir að mestu leyti i hafinu á
endanum, dreifir sér þar og legst fyrir á botninum
i lög með ýmsri þykt, lárétt að heita má.
Nú hafa jarðfræðisrannsóknir sýnt, að mikill
hluti þurlendisins er bygður upp af lögum, sand-
steini, leirflögum o. s. frv., sem hafa komið fram við
það, að aðrir eldri klettar hafa mulist sundur og
dreifst út yfir sjávarbotn, eins og séð verður afleif-
um ýmsra sjávardýra er jarðast hafa í lögunum.
Hafa þar orðið mikil umskifti, er sjávarbotn er orð-
inn að þuru landi, en ekki situr þar við, því að
jarðlögin, sem upprunalega voru iárétt, eru nú viða
beygð, brotin sundur eða lögð í fellingar, sumstaðar
jafnvel svo, að það veit nú upp, sem áður vissí nið-
ur, svo að elztu lögin liggja efst, eins og bezt verð-
ur séð af steingjörvingunum, t. a. m. þegar leifar af
jurtum eða dýrum, sem lifað hata á miðöld jarðar-
innar, koma fram i jarðlögum ofar en dýra-eða jurta-
leifar frá nýju öldinni.
En nú stendur fjallamyndunin í nánu sam-
bandi við þetta jarðrask og skulum vér því ihuga
nokkuð hvað valda muni.
Aflið sem beyglar og brýtur jarðlögin hefur
svo vfða gert vart við sig, að það hlýtur að eiga
sér djúpar rætur í eðli alls hnattarins; en til að
skilja nokkuð í því verða menn að reyna að gera
sér grein fyrir ásigkomulagi jarðarinnar að innan og
uppruna hennar.
Síðan heimspekingurinn Leibniz var uppi hefur
sú skoðun verið til, að jörðin hafi einu sinni verið
bráðinn og glóandi hnöttur, báldropi, sem storknaði