Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 158
158
að utan er hann sveiflaðist um kaldan geiminn.
Kenning þeirra Kants og Laplace’n um upphaf sól-
kerfisins rakti sögu jarðarinnar lengra aftur og gerði
m. a. grein fyrir því hvaðan þessi ofsahiti væri
kominn. Samkvæmt kenningu þessari var i fyrstu
einn feiknamikill þokuhnöttur, er náði langt út fyr-
ir yztu takmörk sólkerfisins, sem uú eru. Þokan
þéttist og við það kvikuaði svo mikill hiti í henni,
að hnötturinn varð glóandi; hann snerist um sjálfan
sig með ærnum hraða, og er hann dróst saman og
snerist, undust utan afhonum hringir, hver eftir aunan
og eru þaðan komnar plánetur allar, en tungl urðu
af hringum þeim er síðan undust utan af plánet-
unum.
Himinhnettirnir kólnuðu því hraðar, sem þeir
voru minni, og bezt hefir geymt hitann sólin, sem
er margfalt stærri en allt hennar afsprengi.
En allt, sem gerist í jörðu og á verður af
völdum hitans innan í henni eða hitans sem kemur
utan að henni frá sólunni, og á þannig rætur sín-
ar að rekja til samdráttar þokuhnattarins mikla
forðum.
Kenningin um að jörðin sé ein rennandi glóð
að innan, hefur verið þýðingarmikil fyrir jarðfræð-
ina og komið þar á stað mörgum rannsóknum og i-
hugunum. A fyrri hluta þessarar aldar, er þeir
Elie de Beaumont (frb. Bómong) á Frakklandi, en
Leopold von Buch og Alexander von Humboldt á
Þýzkalandi voru forsprakkar í jarðfræðinni, var það
skoðun manna, að jarðarskorpan væri fjarska þunn
í samanburði við glóandi kjarnann, ekki nema fá-
einar milur á þykt. Alt frá því jörðin var orðin
skurnuð hafði eldleðjan leitað á skorpuna, svo að
hún varð að láta undan og höfðu verið mest brögð