Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 159
159
að þessu meðan skorpan var þvnnri, á löngu liðnum
jarðöldum.
Nú voru menn ekki í neinum vandræðum með
að skilja hvernig stæði á misfellunum á yfirborði
jarðarinnar. Þessi eldsumbrot höfðu spent upp jarð-
arskorpuna beint að neðan, svo að fjallgarðar komu
fram, og þar sem menn sáu að hrygglengja fjall-
garðanna var úr storknu grjóti en vatnagrjót út af
til beggja hliða, hafði rifnað upp úr jarðlögunum er
eldleðjan brauzt fram. Þessi sami kraftur olli eld-
gosum og þeysti upp ösku, vikri og hraunflóðum, en
eftir þeirra tíma skoðun eru allir jarðskjálftar í nánu
sambandi við eldgos; hver jarðskjálfti átti að vera
tilraun til að mynda eldfjall.
Humboldt kom með það orðatiltæki, er síðan er
svo frægt orðið, að eldfjöllin væru nokkurskonar ör-
yggispípur (Sicherheitsventile) jarðarinnar; fengield-
leðjan ekki afrás gegnum þau, mundi hnötturinn
jafnvel sundrast, eða að minsta kosti mundu svo
háskalegir jarðskjálftar hrista löndin, að alltmannlíf
væri í voða.
Vogelsang hefur bent á hvernig hugmyndin um
gufuvélina liggur á bak við í mörgum af þessum
hugleiðingum, en kemur berast fram í þessari lík-
ingu Humboldt hefur hugsað sér hnöttinn eins og
nokkurskonar feiknastóran eimketil. Það var þá ekki
alls fyrir löngu farið að nota spenniafl vatnsgufunn-
ar til að knýja áfram skip og vagna og má nærri
geta hve mjög samtíðinni hefur hlotið að finnast um
þær nýjungar.
Rannsóknir þær, sem skoðanir þessar byggjast
á, voru ekki víðtækar og því síður nákvæmar í
samanburði við þær, sem síðan hafa verið gerðar,
enda höfðu menn þar viða farið viltir vegar. En