Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 160
160
einmitt þær skoðanir, sem drepið var A, um eldgos
og iður jarðar, ráða ennþá mestu i hugmyndum
þeim er menn alment gera sér um þessi efni. Kem-
ur þar fram eins og svo víða, að hugmyndir sem i
vísindunum iöngu hafa orðið að þoka fyrir öðrum nýrri
og vanalega betri, lifa ennþá góðu lífi hjá al-
menningi.
II.
Það voru enskir eðlisfræðingar, sem einkum
réðust á ofangreinda kenningu um iður jarðarinnar.
Yoru gerðar tilraunir til að sýna með reikningum,
að jarðarskorpan getur með engu móti verið eins
þunn og þar er haldið fram, þvi að þá hlyti jörðin
að aflagast miklu meir en hún gerir, af aðdrætti
tungls og sólar. Gengu menn síðan skrefi lengra
og sögðu að jörðin væri storkin alla leið inn að miðju.
Var þar einkum nefnd sú ástæða, að þeir likamir
er dragast saman við að storkna, þurfa meiri og
meiri hita til að bráðna eftir því sem þrýsting á
þeíra fer vaxandi. Þannig hefur t. a. m. af ýmsum
tilraunum verið reiknað út, að blágrýti, sem rennur
i 1170° C, hita á yfirborði jarðar, muni þurfa 76000°
C. hita til að bráðna i jarðmiðju og eftir því vera
þar í föstu ásigkomulagi ef hitinn væri minni en
þetta.
Gagnvart þessu hefur verið athugað, hvað hiti
sá og þrýsting, sem hægt er að framleiða við þess-
ar tilraunir kemst örskamt á veg upp að þeim geysi-
hita og þrýsting sem hlýtur að vera í jarðmiðju og
er þvi ekki óyggjandi að reikningunum sé fundin
rétt undirstaða.
Ennfremur ber þess að gæta, að eftir því sem
menn vita bezt, verða öll efni loftkynjuð þegar