Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 161
161
kemur upp fyrir eitthvert ákveðið hitastig, mismun-
andi fyrir ýmisleg efni, hvað sem þrýstingin ermikil.
Það eru því mjög margir, sem nú orðið hall-
ast að þeirri skoðun, að innri hlutar jarðarinnar séu
í loftformi, enda kemur það ástand langbezt heim
við hreyfingarnar 1 jarðarskorpunni og það sem verð-
ur við eldgos.
Ætti jörðin eftir því að vera nokkurskonar
’blaðra. Storkna skorpan utan um er mjög misþykk,
ug linast smátt og smátt unz kemur niður á eld-
leðju, en af eldleðjunni tekur eldloftið við og eru
heldur ekki skörp takraörk þeirra á milli. Neðan
til í storknu skorpunni eru hér og hvar eins og
augu, sem eldleðja er í; þaðan koma hraun öll.
Það er skiljanlegt, að eldleðjan getur orðið nokkuð
með ýmsu móti í þessum augum, og þannig gera
menn sér grein fyrir því, að hraunin, sem koma
upp úr ýmsum eldfjöllum eru svo ólík að sam-
setningu.
Jörðin geislar frá sér hita út í geiminn og sést
það á því, að hitinn verður æ meiri, því dýpra sem
dregur i jörðu. Jarðarskorpan leiðir hitann innan
að, en ekki þurfa hin loftkynjuðu efni í innýflum
jarðarinnar að kólna fyrir þvi, þau dragast saman
og við það kemur fram nýr hiti, alveg eins og sól-
inni bætist hitamissirinn á þann hátt, að hún dregst
saman, að þvi er menn ætla.
.En er jarðkjarninn eða eldgufuhnötturinn
dregst saman og minkar, hljóta hvolfin, sem utan
um eru, að leitast við að laga sig eftir honum og
færa sig saman. Á eldleðjuhvolfinu mun það varla
lýsa sér öðruvísi en að það þyknar lítið eitt, en
um jarðarskorpuna, steinhvolfið er mætti svo nefna,
11