Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 163
163
löngu burt borið, eins og síðar mun minzt á nánar
— og líka af því hvað fellingamyndunin hefurgeng-
ið fjarska hægt. Því minna ber á þvi, að lögin séu
svona albresta, sem dýpra hefur verið á þeim þeg-
ar þau beygðust — ef' þau eru annars líks eðlis,
því að grjót á mjög mishægt með að bogna. Það
er þess vegna margra ætlan, að þegar ennþá lengra
dregur niður í steinhvolfið, geti jafnvel hörðustu
steinlög bognað brotalaust. Ýmsar tilraunir hafa
verið gerðar, er lúta að þessu.
Sama marmarastykkið (nokkurs konar kalk-
steinn) hefur verið látið breyta lögun sinni eftirýms-
um mótum, án þess að brestir sæjust með berum
augum; hefur það verið haft undir afarmiklu fargi;
á líkan hátt var ýmiskonar málmsvarf látið renna
saman í eina heilu. Eu það er gallinn á öllum þess
um tilraunum, að náttúran er svo af'armiklu stór-
virkari en mennirnir geta verið, og er þeim langt um
megn að búa til annað eins farg og það, sem ligg-
ur á steinlögunum djúpt í jörðu. —
Sumstaðar á jörðinni ber mest á fellingunum
en mjnna á sprungunum, en annarstaðar gætir
sprungnanna meir og hafa jafnvel stórar spildur af
jarðarskorpunni mjakast hver fram hjá annari; þar
sem sprungurnar yfirgnæfa er eins og hafi tognað á
jarðarskorpunni. Það er einkum á slíkum stöðum,
sem eldgos verða. Þegar þunganum léttir á eld-
leðjunni er sprungurnar myndast, spennist hún upp
og eiga iofttegundir ýmsar, sem hún hefur innibyrgð-
ar nokkurn þátt í því. Þar við bætast áhrif vatns-
ins, er sigið hefur af yfirborði jarðarinnar og spenn-
ir og sprengir allt er það mætir glóandi hrauninu á
leið sinni uppeftir. Allt þetta til samans gerir eld-
11*