Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 164
164
gos og skal þeim ekki lýst hér frekar, þareð ein-
ungis er verið að skýra samband þeirra við sam-
drátt jarðarinnar.
Af þessu verður ljóst, hvers vegna eldfjöllin
eru vön að fylkja sér í langar raðir — þau raða
sér nefnilega A sprungurnar — og eins hvers vegna
eldfjöll eru sjaldgæf þar sem jarðarskorpan er rek-
in saman f fellingar: þar á eldleðjan miklu örðugra
með að brjótast fram heldur en þar sem sprungurn-
ar ráða mestu um jarðbygginguna.
Jarðskjálftar eru einkum tvennskonar. Sumir
eru bein afleiðing þess, að steinhvolfið er að hrukka,
koma þegar jörðin brestur í sundur eða jarðskikar
skrika til á sprungum. Oðruvisi er þeim hræring-
um varið, sem leggja leið sfna út frá eldfjöllunum
líkt og ölduhringir út frá steini, sem kastað er í vatn,
og verða þegar hin loftkynjuðu efni eru að brjótast
fram úr hraunleðjunni; hraunleðjan er seig, svo loft-
tegundum veitir örðugt að sleppa, en spenniafl þeirra
magnast meir og meir unz þar kemur að lokum, að
blaðran springur og skelfur þá jörðin.
Stefnir þetta þá að þvl, að allir þessir náttúru-
viðburðir, sem eru svo þýðingarmiklir í sögu jarð-
arinnar og í mannkynssögunni, fellingamyndun,
sprungur, eldgos og jarðskjálftar, eiga þar saman
rót sína, sem er samdráttur jarðarinnar við hita-
missinn. Það er með öðrum orðum þyngdin, sem er
yfirsmiðurinn við þessa hlið jarðarsmíðisins, sama
aflið sem sveiflar jörðinni veltandi kringum sólina —
og knýr áfram »dropann sem holar steininn«; hef-
ur þyngdin þannig einnig upptökin að hinni hlið
landslagssmíðisins, sem varla er þýðingarminni, eins
og síðar mun sagt frá nokkru nánar.
Það var amerískur jarðfræðingur J. D. Dana,