Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 165
165
sem íyrstur opnaði, augu manna fyrir hinum
stórkostlegu afleiðingum af samdrætti jarðkjarn'ins.
Dana var einn af ágætustu náttúrufræðingum á
þessari öld, jafn framúrskarandi að athuga og álykta.
Að endingu skulura vér stuttlega glöggva oss
á, hvaða munur er á þessari samdráttarkenningu
og skoðun þeirri er áður ríkti á eðli fjallamyndun-
ar, eldgosa og jarðskjálfta. Samkvæmt eldri skoð-
uninni var það glóandi jarðkjarninn er með spenni-
afli sínu beinlínis sveigði og braut jarðlögin, hefjandi
upp fjallgarða og gerandi eldgos og jarðskjálfta.
Samkvæmt nýrri kenningunni hefur jarðkjarninn
einungis óbeinlínis áhrif á jarðarskorpuna, er hann
dregst saman og hún hrukkar eftir honum, brest-
andi sundur svo að eldleðjan getur pressast upp.
Þar sem allt þetta áður var eignaö áhrifum jarð-
kjarnans á jarðarskorpuna, eins og Humboldt komst
að orði. er það nú þvert á móti eignað áhrifum
hvolfanna á kjarnann, og sú hugmynd er oltin úr
tigninni, að eldfjöllin séu nokkurskonar öryggispíp-
ur eða náðarráðstafanir forsjónarinnar til að gera
jörðina mönnum byggilega, en það hafa þau líka
verið nefnd.
III.
Nú hefur verið sagt nokkuð frá eðli jarðarinn-
ar og hvernig af þvi leiðir, að jarðarskorpan geng-
ur úr skorðum og er það upphaf fjallamyndunar.
Er þá næst, að íhuga að nokkru sjálfa fjallgarðana.
Það mætti ætla, eftir því sem sagt hetur verið
um þann kraft sem býr til fellingar, að fellingafjöll
væru á víð og dreif um alla jörðina; en svo er
eigi. Næstum því allir fellingafjallgarðar, sem tii
eru, liggja i stórkostlegu belti, sem girðir Kyrrahaf-
I