Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 168
168
anverðu, þar sem þeim vaxa nýjar fellingar að ut-
anverðu.
Apennínfjöllin sýna þetta ágætlega; þau eru
beinlínis áframhald Alpafjallanna og er vestri hliö-
þeirra innri hliðin (krafturinn sem þrýsti upp fjöll-
unum hefur koraið úr vestri). Innri hlutar Apennin-
fjalla eru nú allir sundurmölvaðir og að mestu
sokknir í djúpið og hefur gosið mjög víða upp um
sprungurnar. Norðan úr Toskana og suður á Sikiley
hafa jarðeldarnir gert vart við sig; skulu af eld-
fjöllunum að eins nefnd Vesúvíus og Strombolí, fjall-
ið sem altaf hefur verið að gjósa í meira en 2000
ár. Ymsir af flóunum, sem skerast inn í Italíu
vestanverða eins og t. a. m. Napolí-flóinn, urðu til er
landspildur sukku vestan við bogadregnar sprungur,
Annað dæmi eru Karpatatjöllin. Innri hlið
þeirra (suðurhliðin) er mjög sundurklofin og að
miklu sokkin og hafa komið þar fram eldfjöll, en
þau eru öll hætt að gjósa fyrir löngu.
Menn hafa tekið "eftir því, að þessir háu fell-
ingafjallgarðar, eins og t. a. m. Alpafjöllin og Him-
alaya eru mjög ungir i sögu jarðarinnar, frá nýju
öldinni (tertieröldini); mikið af ef'ni fjallanna er,
eins og ráða má af steingjörvingum, grjótlög, sem
voru að myndast á sjávarbotni fram að miðkafla
tertieraldarinnar, jarðlög frá síðasta kafla þeirrar
aldar liggja óhögguð að meatu við rætur fjallanna.
Af þessu verður séð að jarðarskorpan hefur lagst í
fellingar á tertieröldinni. Til skamms tíma var
það ætlun manna, að saga þessara fjallgarða hefði
skifzt í 2 vel aðgreinda kafia, nefnilega:
1. A ð d r ag a n d an n. Um langan aldur hlóðst
lag á lag ofan á sjáfarbotni, af kalki, leir o. s. frv.
en sjáfarbotninn var jafnframt að sfga undan, ann-