Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 170
170
arnar, sem eru svo algengar í háfjöllum, sjást varla,
en 1 þeirra stað koma breiðir hryggir. Og þó sýn-
ir staða jarðlaganna, að jarðarskorpan hefur verið
stórhrukkótt þar sem fjöllin eru. En jafnframt sýn-
ir það sig, að í jarðfræðislegum skilningi er afar
langt síðan fellingamyndunin átti sér stað. Eyðandi
öflin, sem minst var á í byrjun þessarar ritgerðar,
hafa haft tima til að skerða hrukkurnar stórum og
lækka fjöllin. En ekki situr við það. Að landið
er slétt kemur vanalega af þvf, að það er bygt
upp af hérumbil láréttum jarðlögum. En til eru
þó sléttlendi, gerð af rótum — ef svo mætti komast
að orði — ennþá eldri fellinga en i miðfjöllunum
eru. Þar sem nú er sléttlendi hefur þá einu sinni
risið hár fjallgarður, en eyðingin hefur sópað hon-
um burt af yfirborði jarðarinnar, svo að nú er ekki
nema undirstaðan eftir. Streymandi vatniö á mest-
an þátt í þessari eyðingu og stefnir hún að því tak-
marki, að nema allar mishæðir burt af yflrborði
jarðarinnar. En á leiðinni að því takmarki skapar
hún einmitt misjöfnur og margbreytilegt landslag.
Þvi að jafnvel á ungum fellingafjallgörðum er yfir-
borðið fjarri því að vera eins og fellingamyndun og
sprungur eingöngu mundu hafa gert það. Vatnið
hefur grafið gljúfur og dali og það sem stendur
eftir eru tindar og eggjar. Dalirnir eru ekki sprung-
ur, framkomnar við fellingamyndun eins og áður
var haldið, heldur hafa árnar búið sér til dali sína og
eru þannig eidri en þeir.
Fellingamyndunin gefur undir vald eyð-
ingarinnar lengjur af ýmiskonar grjóti, t. a. m.
gneis, kalksteini, sandsteini eða leirflögum; það er auð-
skilið, að slíkar lengjur hljóta að koma fram þegar
fellingarnar skerðast, ef annars margskonar grjót-