Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 171
171
lög hnyklast npp við þrýstinguna; en það er nærri
því alltaf. Vatnið A rajög mishægt með að vinna á
lögunum; i auðunnu lögunum grefur það einkum
dali sina, en torsóttari lögin rísa upp í eggjar og
tinda. Hæstu tindarnir verða á endanum þar sem
seigast er grjótið, þótt það sé á alt öðrum stöðura
en þar sem fellingamyndunin í upphafi hafði stofnað
til að risið vrði mest á fjaligarðinum. Langdalur
og þverdalur heitir eftir þvi hvort dalurinn liggur
eftir lengd fjallgarðs — og vanalega fellingar —
eða þvert á hana.
Af þvi sem að framan er ritað, ætti þáaðverða
skiljanlegt, að fjallgarðarnir eru framkomnir við
samvinnu tvennskonar krafta; mætti nefna þá innri
og ytri krafta. Innri kraftarnir eiga rót sína að rekja
til þess, að jörðin er glóandi hið innra, missir hita og
dregst saman á þann hátt sem áður hefur sagt verið
Sólin er upphaf ytri kraftanna; við sólarhitann
gufar vatn upp af yfirborði jarðarinnar; vatnsgufan
þéttist, verður að úrkomu og ieitar aftur til sjávar-
ins, en þaðan er hún að mestu komin. A þeirri
leið neytir vatnið þess afls sem það fékk er það
hófst i loft upp, til að framkvæma sitt þýðingar-
mikla starf Vindar, öldur og sjávarstraumar stafa
líka beinlinis eða óbeinlínis af sólarhitanum, en allt
þetta vinnur að jarðarsmiðinu.
Starf innri kraftanna er skilyrðið fyrir því, að
ytri kraftarnir geti náð sér niðri. Þeir skapa hall-
ann svo að vatnið geti runnið, með því að dyngja
upp eldfjöllum og sprengja jarðarskorpuna svo að
hún sígur sumstaðar, eða hefja haua upp og hleypa
upp á henni fellingum.
Landslagssmíðinni hefur verið líkt við tnynda-
smíð (skulptur). Eins og myndasmiðnum er fengintt