Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 172
172
í hendur ólögulegur raarraarasteinn, sera hann um-
rayndar á ýraislegasta hátt með hamri, meitli o. s.
frv., þannig fá innri kraftarnir, eins og þeir koma
fram i fellingarayndun o. s. frv. ytri kröftunum
lítið margbreytilegar misfellur að smíðisefni, en þeir
skera út úr misfellunum dal og tind með endalausri
fjölbreytni.
Þegar öflin ytri hafa heflað af einn fjallgarð
niður að rótum, ber það við, að öflin innri fara aft-
ur að gera vart við sig á þeim stað; jarðarskorpan
bevglast upp, eða hún brestur sundur og spildur
síga í djúpið en sumt stendur eftir. Nú er enn
kominn hæðarmismunur og öflin ytri láta aftur til
sín taka um landslagssmíðið. Svona getur gengið
koll af kolli, og allir þessir viðburðir raarka sér
spor í jarðiögunum. Steinarnir tala, en það er oft
miklum erfiðleikum bundið, að taka eftir því og
skilja það.
Slíkar æfagamlar fjalllendisrætur, hafnar upp
af nýju og brotnar sundur af innri kröftunum, en
því næst grafnar sundur af ytri kröftunum, eru t.
a. m. Harz og Thúringerwald á Þýzkalandi, skotska
hálendið og skandinavfska hálendið. Einkennilegt
fyrir þessi fjalllendi er, að dalirnir eru aðeins til-
tölulega lítilvægar skorur ofan í hálendisflatueskj-
urnar (»víddirnar« er Norðmenn nefna svo). Hin
fyrst nefndu hálendi eru leifar af miklum fellinga-
tjallaboga, sera reis upp á steinkolaöldinni; eru víð-
ar íEvrópubútar af því fjalllendi; skotska og skan-
dinavíska hálendið eru bútar af ennþá eldri fjalla-
keðju. Þessar hnykluðu tjalllendisrætur eru eins
og nokkurskonar bris 1 jarðarskorpunni og er talið
að bris þessi geti haft áhrif á stefnu vngri fellinga
þegar þær eru aö rísa upp.