Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 173
173
Þess var áður getið, að innri kraftarnir hefðu
hvað eftir annað knúið á jarðarskorpuna þar sem
Alpafjóllin eru nú, og aðeins þar sem svo er getur
fellingafjallgarður til lengdar staðið eyðineunni á
sporði. Hræringar eru mjög tíðar í Alpafjöllunum
og sýna þær, að jarðlögin eru ekki komin alveg í
ró enn þá.
En til eru fellingafjöll, þar sem öflin innri hafa
gert vart„við sig að eins einusinni en raunar lang-
an tíma í senn. Bygging fjallanna ber það með sér,
að jarðlögin hafa ekki hnyklast hvað eftir annað á
ýmsum jarðöldum. Slík fjöll eiga sér tiltölulega
stuttan aldur, eftir að fellingamyndunin er hætt að
sporna á móti eyðingunni.
Hér má nefna Júrafjöllin. Þau eru gerð af
eitthvað 160 fellingum og er engin þeirra jafnlöng
fjallgarðinum; á leiðinni þvert yfir fjöllin verða
fvrir ferðaraanninum aðeins 10—12 fellingar.
Fjallgörðunum hefur verið líkt við rústir, en
við það hefur verið athugað eins og rétt er, að þeir
hafa verið í rústum frá upphafi vega sinna, felling-
arnar hafa aldrei verið heilar. Frá því að fyrsta
rigningarskúrin skolaði um fjöllin sem voru að fæð-
ast, hafa eyðandi öflin án afláts verið að sínu verki.
Vér vitum að þau hafa á löngum tíma gert þar
láglendi, sem áður gnæfðu háir fjallgarðar, en oss
miklast þó ef til vill ennþá frernur hverju eyðandi
öflin fá til leiðar komið, er vér athugum áhrif þeirra
á fjallgarða á bezta aldri eins og t a .m, Alpafjöll-
in. Alpafjöllin hafa lagt til efnið í Pósléttuna; Alpa-
fljótin og Alpennínfljótin hafa þar fylt upp í fornan
flóa. Eins eru úr Alpafjöllunum runnin þau þykku
lög af ármöl, sem hafa breiðst út yfir landið fyrir
norðan fjallgarðinn; þau lögin, sem næst honum