Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 174
U 4
lágu og voru orðin að einni hellu, hafa beygzt upp í
fellingar, er innri kraftarnir héldu áfrara að starfa;
bygðu þeir þannig við fjallgarðinn af hans eigin
rofi.
Alpafjöllin ríaa upp 4480 metra yfir sjávarmál
þar sem Montblanc er, en tvöfalt hærri, eða ámóta
og Gavrisankartindur í Himalaya, mundu þau vera
ef fellingamyndunin hefði fengið að vera einráð.
Svona mikið hafa eýðandi öflin numið burt af fell-
ingunum síðan á tertieröldinni og er það þó ekki
laiigur kafli úr æfi jarðarinnar. En undir eins hef-
ur vatnið skapað fegurð Alpafjallanna; segja þeir
sem viða hafa farið um hvel jarðar, að hvergi gefi
að líta aðra eins landslagsfegurð og þar. Af því
sem sagt hefur verið skyldi þó enginn álykta, að
Alpafjöllin hafi nokkurn tíma verið um 80000 fet á
hæð; vatnið hefur frá upphafi nagað um feliing-
arnar, jafnóðum og þær risu upp, eins og áður
er sagt.
Fjallgörðunum er yfirlitsins vegna skif't í ýmsa
flokka; má nefna fellingafjöll, brotafjöll og eldfjöll,
ennfremur þau tjöll og fjalllendi, sem eyðandi öflin
hafa skorið út úr hérumbil láréttum lögum án
þess sprungur korni til.
Fellingafjallgarðar eru margfalt lengri en þeir
eru breiðir og stendur það í nánu sambandi við
fellingamyndunina; það eru einkum þeir, sem nefnast
fjallakeðjur. Fellingafjöllin verða með timanum oft
að brotafjöllum, þegar risið er farið af þeim við
eyðinguna og sprungur hafa stýft af' þeim á alla
vegu; eru þau oftastnær breiðari að tiltölu við lengd
en fellingafjöllin með því að þau eru ekki nema
bútar úr slíkum fjallgörðum. Sum fjöll eru hvort-
tveggja undir eins, og má þar nefna til Alpafjöllin;