Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 176
176
það ísland, sem nú er, sé einungis litið brot úr
stóru landi, sem á tertieröidinni, að því er næst
verður komizt, hefur fylt útí mikinn hluta Atlants-
'hafsins norðantil«>.
»Gosin sem bygðu upp Island« — segir sami
höfundur i annari ritgerð1 2 — »hófust liklega um
miðja tertieröldina® og enn segir hann »blágrýtis-
lögin samanlögð munu vera yfir 3000 metra (um
10000 fet) á þykt«.
Ekki var kyn þótt eitthvað yrði á huldu þar
sem þessi ósköp höfðu komið upp úr jörðinni, enda
klofnaði þetta mikla blágrýtisland allt í sundur og
sökk að mestu í sjávardjúp, en eftir stóðu nokkrar
spildur eins og t. a. m. Island. En spildurnar sem
eftir stóðu, eru lika sundurklofnar; þannig hafa t.
a. m. Breiðifjörður og Faxaflói orðið svo til, að
landssvæði hafa sokkið svo djúpt að sjór rann í
lægðirnar, einsog Þorv. Thoroddsen hefur sýnt framá
.1 áðurnefndum ritgerðum. Og jafnvel allur miðkafl-
ir.n úr landinu hefur sokkið að því er Ihoroddsen
hyggur, og varð það tilefni til þess, að móbergið
myndaðist og þau eldfjöll sem hafa verið að gjósa
sum hver fram á vora daga. Móbergið hefur haldið
áfram að klofna og síga og mun t. a. m. suðurlands-
undirlendið þannig til orðið. Fjöll eins og Ingólfsfjall
og Þríhyrningur virðast vera skarir hálendisins sem
brotnaði og jarðskjálftarnir, sem verða þegar eitt-
hvað er að ganga úr skorðum við sprungurnar,
1) Geologiske Jagttagelser paa Snæfellsnes i Island. Bih.
t. Kgl. Sv. Yetenskaps- Akadem. Handlingar, Bd. 17 Afd. II
No. 2. 1801.
2) Vulkaner i det nordöstlige Island. Sama ritsafn Bd. 14
Afd. II No. 5. 1888.