Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 177
177
sýna að sömu öflin, sem bjuggu til suðurlandsundir-
lendið starfa enn.
En ég ætla ekki að koma með fleiri hugleið-
ingar um íslenzk fjöll yfirleitt, heldur reyna til að
útskýra að nokkru »mynd« eina, sem flestir er fá
þetta tímarit í hendur hafa eða geta haft fyrir aug-
um, en það er Esjan eða réttara sagt sú hlið Esj-
unnar sem að Reykjavík snýr. Tilgangurinn er
ekki sá, að leggja fram neina rannsókn á Esjunni,
til þess þarf nú meira en að horfa á hana í2mílna
fjarlægð; ég ætla aðeins að benda á sumt af þvi,
sem hver maður getur séð þótt í fjarlægð sé, en
miklu færri hafa þó séð, ef verða mætti að mönn-
um skildist betur, það sem sagt hefnr verið um öfi
þau er vinna að fjallasmiðinu. A brúnir og brekk-
ur rista öfl þessi rúnir, sem ráða má, sumar hverj-
ar að minsta kosti, og er það mentandi fyrir aug-
að að gera sér far um að sjá rúnir þessar, en fyr-
ir andann að reyna að skilja þær.
Liti menn þá á Esjuna. Má segja að hún
sé nokkurnveginn flöt að ofan í samanburði við
hlíðarnar, sem alt í einu taka við af flatneskjunni.
Hlíðin er ekki heldur eins eðlis frá brún og að
fjallsrótum; efst eru hamrar en undir þeim skriður.
I hömrunum höfum vér fyrir oss innviðu fjallsins,
ef svo mætti að orði komast, og hyggjum vandlega
að þeim til að sjá hvers vér getum orðið vísari um
eðli fjallsins og uppruna. Bezt er að athuga þegar
snjóföl er i fjallinu, svo að hlíðin er eins og dreg-
in upp með dökkum og hvítum dráttum. Sést þá
greinilega, að hamrarnir eru langröndóttir, hvítu
rákirnar vanalega mjórri en þær dökku breiðari.
Þetta kemur af því, að i hömrunum er hylla upp
af hyllu en brattir klettaveggir á milli; snjórinn ligg-
12