Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 178
178
ur á hyllunum en getur ekki stöðvast á klettaveggj-
unum og því skiftast á dökkvar og hvitar rákir;
hylluna sér maður i styttingu og því eru hvífu rák-
irnar mjórri, oft er líka í raun og veru breiddin á
hyllunum minni en hæðin á veggjunum.
Þá verður fyrir sú spurning, hvernig standi á
þessum hyllum og klettaveggjum. Vér vitum að
Esjan er bygð upp af mörgum blágrýtislögum, sem
hafa hlaðizt hvert ofaná annað; eru oft þunn, leir-
kend lög á milii blágrýtislaganna í slikum fjöllum
og varla fer hjá því að svo sé i Esjunni, þótt litið
beri á þeim héðan að sjá. Blágrýtislögin eru mjög
raisþykk, sama lagið er ekki heldur jafnþykt alls-
staðar; má oft sjá hvernig þau þynnast til endanna
og hverfa, en ný lög taka við, sumstaðar líkt og
skeytt eru saman borð i súð. Þessi blágrýtislög eru
nú einmitt hraunin, sem runnu á tertieröldinni, eða
partar úr þeim. Leirkendu lögin á milli eru
gömul yfirborð hraunanna, sem hafa vefið orð-
in veðurfúin og farinn að koma jarðvegur i;
stundum eru þessi millilög nokkuð annars eðlis,
gjall- eða vikurkend. Þar sem tiltölulega ný hraun
hafa runnið hvert á annað ofan og siðan klofnað
sundur, má sjá margar grjótbreiður hverja yfir ann-
ari, iíkt og í blágrýtisfjöllunum; svo er t. a. m. i Al-
mannagjárbörmunum.
Blágrýtislögin eru öll full af sprungum, sem
hafa orðib til af því að hraungrjótið dróst saman
er það kólnaði; sprungurnar liggja oft þannig, að
koma fram fallegar margstrendar súlur; það heitir
stuðlaberg; sprungurnar myndast lóðrétt á yfirborð-
ið (kólnunarfletina) og verða því hérumbil lóðréttar
láréttum hraunbreiðum.