Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 179
179
En þessi klofning á nú tnikinn þútt í því, að
stallarnir í blágrýtisQöllunum koma fram; þykja
þeir svo einkennilegir fyrir blágrýtið, að það hefur
verið nefnt stallagrjót. Hugsum oss blágrýtishamar
nýorðinn til við að jörðin hefur sprungið, og sigiö
landið öðrumegin vid sprunguna. Stallarnir eru
ekki til í fyrstu, en eyðandi öflin taka þegar til
starfa, vatnið sigur niður úr blágrýtislögunum, nið-
ur um sprungurnar, en stöðvast nokkuð við »milli-
lögin* og leitar þar út; það ber á burt með sér
nokkuð af »millilögunum« og verða blágrýtislögin
með tíraanum á huldu svo að brotnar framan af
þeim. En vegna sprungnanna vill alltaf koma fram
lóðréttur klettveggur. Ennfremur frýs vatn í sprung-
unum í blágrýtinu, þenst við það út og spyrnir svo
i sprunguveggina að ekki stenst við; þetta stuðlar
lika að þvi, að brotni framan af blágrýtislögunum
eða á jafnvel mestan þátt í því. Frostið er yfir
höfuð að tala máttugt í eyðileggingu fjallanna, og
því máttugra sem bergtegundirnar eru kleyfari. Vér
eigum nú hægt með að gera oss grein fyrir, hvern-
ig stendur á hyllunum; því ofar sem eitt lag er í
bömrunum, því meir eyðist það. Er þad af því, að
ofar i fjöllunum eru eyðandi öflin i sjálfu sér mikilvirk-
ari en neðar; kemur þar einkum til greina, að frost
og þfða skiftist miklu oftar á uppi við brúnir en
niður.undir rótum.
En auk þess komast eyðandi öflin miklu ver
að neðantil í fjöllunum; það sera losnar ofar, hryn-
ur eða berst með vatni niður eftir hliðunum og
nokkuð af því staðnæmist þar og hlífir þeim fyrir
frosti og rennandi vatni. Af þessurn ástæðum er
12*