Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 180
180
það, að fjöllin mjókka uppeftir og að lóðrétt, há
klettaþil, eru svo ijarska sjaldgæf. Þegar nú fjall-
ið er bygt upp af lögum, sem vegna þess hvernig
»liggur i þeim« alltaf enda hérumbil með lóðrétt-
um vegg, er eyðandi öflin brjóta af þeim, þá hlýt-
ur hamrahlíðin að verða stöllótt; hallalina hlíðarinn-
ar er skeytt saman af mörgum lóðréttum og lárétt-
um linum líkt og þrepastigi. I undirhlíðunurn sjást
engir stallar af þvi að blágrýtið er þar hulið undir
niðurhrundu grjóti.
Sé fjallið úr bergtegund, sem er lítið sundur-
klofin og skiftist ekki i lög, þá kemur frarn við eyð-
inguna hlíð með miklu jafnari halla og ekki stöll-
ótt, efst ber klöpp, neðar skriður eins og vant er.
Nokkra hugmynd má fá um þetta með því að skoða
Lönguhlíðina. Hraunlag er þar að visu ofaná en
móberg undir; móbergið er auðunnið vatninu, og
væri ekki hraunbreiðan þvi til hlífðar, mundi þetta
fjalllendi ekki vera svona flatt að ofan heldur skor-
ið sundur í mörg einstök fjöll (Þorv. Thoroddsen).
Líti menn þá á Esjuna annarsvegar en Lönguhlíðina
hinsvegar, getur þeim orðið ljóst hvernig sömu
kraftarnir gera sundurleitt landslag, ef þeir hafa ó-
samkynja efni til meðferðar.
Undirhlíðar Esjunnar eru gerðar af mörgum
aurbingjum, sem teygja sig uppeftir fjallinu og
mjókka óðum eftir því sem ofar dregur, en breikka
og fletjast út niður á við. Niður eftir aurbingjun-
um liggja skriðurákir en milli þeirra vottar víða
fyrir gróðrargeirum. í leysingum má jafnvel sjá
héðan hvernig vatnsæðar kvislast um aurbingina;
bera þær með sér aur og grjót og vaxa bingirnir
einkum i vatnavöxtum. Stundum vaxa þeir meir