Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 182
182
því ófullkomnum súlum eða bustum; en við útskurð-
inn hafa þó einkum komið fram 2 myndir, er hvor
um sig likist bókstafnum y. Vestara »y«ið er miklu
greinilegra og snertir austurkvísl þess rétt vesturkvísl
hinnar myndarinnar. Efst eins og gliðna kvislirnar
sundur og mynda trektir, sem opnast við fjallsbrún.
Verður raunar réttara að líkja öllum efra parti »y«sins
við trekt, en neðra blutanum við legg trektarinnar. Af
leggnum tekur við toppurinn á skriðubingnum
og hefur grjótruslið í honum runnið um legginn.
Er það einmitt þessi trektarleggur eða skriðufarveg-
ur, sem bar svo lítið á í þeim dæmum, sem vér virt-
um fyrir oss áður.
Enn má benda á »trektina« uppaf Gljúfurgil-
inu, sem er mjög við um sig og ekki brattur legg-
urinn niður af.
Til þess að skilja, hvernig slíkar »trektir« geta
komið fram verðum vér að íhuga, að sama grjótlag-
ið getur látið fremur undan vatninu á einum stað
en öðrum; en þar sem svo er ástatt hlýtur vatnið
að éta sig lengra inn i hamravegginn sumstaðar en
annarsstaðar og sterkustu vatnsæðarnar leitast við að
draga til sin hinar, af því að halli verður að þeira.
Þannig myndast trektin. Frostið hjálpar til að stækka
hana, með fleygunum, sem það keyrir i allar sprung-
ur, en grjótruslið safnast i bing niðurundan í
trektinni kvislast vatnsæðarnar eins og greinar á
tré, en á bingnum líkt og ræturnar; sýnir eystra
»y«ið þetta mjög vel. Hið efra í fjallinu eru drætt-
irnir allir skarpari, útskurðarlínur; hið neðra eru
línurnar yfirleitt ibjúgari, þær eru bygðar upp, ekki
skornar út.
Vil ég ekki orðlengja um þetta, þvi að það er
hverjum i augum uppi, sem lítur á fjallið með athygli.