Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 183
183
Víðast hvar hefur vatnið verið langatkvæðamest
i sjálfri hálendisbrúninni, en vestantil á fjallinu má
þó sjá gil, sem hefur sagazt niður i hálendisflat-
neskjuna.
Hvað getur með tímanum orðið úr slíkri gil-
skoru, má sjá t. a. m. á dal þeim í Skarðsheiði, sem
blasir við Reykjavík. Dalurinn ber greinilega með
sér, að hann er vatnssmíði og má sjá héðan gilskor-
una á dalbotninum og þverrákirnar niður hlíðarnar;
uppeftir að líta virðist dalurinn stöllóttur og kemur
þar fram bygging fjallsins. Skarðsheiði er miklu
meira skorin sundur í horn og múla en Esjan; skor-
in sundur, segi ég, þvi að vafalaust hef'ur Skarðs-
heiði áður verið samanhangandi hálendistafia.
í bröttu hlíðinni vestur af Kerhólakambi sér
allstóra bletti af gráleitri grjóttegund, sem klofnar
allt öðruvísi en blágrýtið; virðist grjóttegund þessi
hafa talsverð áhrif á iag hiíðarinnar eins og sjá má
þegar Esjan er borin saman við Akrafjall, en þar
ber ekki á öðru en blágrýti héðan að sjá. Sum-
staðar lítur út fyrir að séu skörp, lóðrétt takmörk
milli gráa grjótsins og blágrýtisins og væri liklega
mjög fróðlegt, að athuga þetta nánar.
Við austurendann á Esjunni er hálendið skorið
sundur í fjallastrýtur (Móskarðshnúkar) og eru þær
talsvert iægri en hún. í Móskarðshnúkum er liparit
(Baulusteinn) og vinnur frostið betur á þeirri berg-
tegund en fiestum öðrum. Það liggur nú mjög nærri
að ætla, að þessi hálendiskaflinn sé lægri og marg-
yddur, einmitt vegna þess hvað frostið er miklu
máttugra í liparitinu en i blágrýtinu; af því, sem
áður er sagt, mun vera skiljanlegt hversvegna fjöll-
in verða uppmjó við eyðinguna; því harðara, sera
efnið er, þvi hvassari verður strýtan; sé það sund-