Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 184
ltíi
urleitt að gerð á ýrasum stöðum og klofið, þá verð-
ur strýtan óregluleg.
En vér víkjum nú aftur að dökku og hvitu
rákunum, sem áður voru nefndar. Eins og sjá má
greinilega niðurundan Kerhólakambi og þar austur
af, eru rákir þessar nærri því láréttar og er ossóhætt
að álykta af því, að blágrýtislögin hallist aðeins lít-
ið; fæ ég þó ekki betur séð, en að þau hallist lítið
eitt austur á við. En í lága hælnum, sem gengur
suðaustur úr Esjunni, er hallinn orðinn talsvert
meiri. — A milli skriðubingjanna niður undan »y-
unum« báðum bólar á tveimur klettanybbum hvorri
upp af annari; mikið af þeim er þegar komið á kaf
í skriður og með tímanum hverfa klettastykkin sjálf-
sagt með öllu. Klettarnir eru gerðir af mörgum
blágrýtislögum og eru lögin mjög sporðreist. Er
næst að álíta, að stykkin hafi sprungið frá hálendis-
röndinni og sigið niður. —
Þá skulum vér virða fyrir oss lægðina miklu,
sem setur einna mestan svip á fjallið. Gengur þar
fram undirfell með lágum hömrum og skriðum fyrir
neðan; fyrir vestan það er Gljúfurgilið en fyrir aust-
an það jafnt hallandi brekka frá jafnsléttu og upp-
undir háa, mjög bratta hamra, sem liggja norðan
að lægðiuni. Austantil i hömrunum er einkennileg
skál, nokkuð fiöt og er ekki ólíklegt, að jökull, sem
nú er horfinn, eigi nokkurn þátt í því hvernig hún
lítur út; niður úr skálinni eru gljúfurskorningar. Af
ýmsum ástæðum þykir mér ólíklegt, að vatnið hafi
verið eitt að smíði við lægð þessa, og skal eg ekki
fjölyrða um það, þar sem hér er ekki um neina eig-
inlega rannsókn að ræða. En víst er um það, að
vatnið á talsvert í lægðinni; Gljúfurgilið hefur grafið
sig djúpt niður vestan við unditfellið og brekkan