Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 185
185
rá Kerhólakambi niður að gilinu, með öllum sínum
renslisrákum, ber greinileg merki þess, að streym-
andi vatn hefur sett lagið á hana; og efst eru eins
og ristir tiglar á hamravegginn, þar sem þessar rák-
ir skera línurnar, sem koma tram við lagskifting-
una. Þvergilin í þessari brekku, niður að Gljúfur-
gilinu, sýna ágætlega hvernig streymandi vatn étur
sig aftur á bak.
Vér skulum nú líta á Akrafja’l. Getum vér
þar farið miklu fljótar yflr sögu með þvi að flest
það, sem vér sjáum er samskonar og það, er vér
höfum þegar athugað í Esjunni. Akrafjall er ekki
nærri því eins sundurskorið og Esjan; hamrarnir ná
lengra niður og aurbingirnir skemra upp. I hamr-
ana eru víða skornar út eins og bustir og kemur
það miklu betur fram en í Esjunni. Blágrýtislögin
í austurhluta fjallsins eru nærri því lárétt að því
er virðist, en vestur af hnúknum sjáum vér, að bláu
og hvítu rákirnar hafa ýmsan halla á ýmsum svæð-
um; verður ekki annað séð, en að þar séu margar
sprungur og vesturhluti fjallsins allur brotinn sund-
ur; í sjálfri öxlinni hafa lögin haggast mest og hall-
ar þeim innávið (austurávið). Þetta sést allt
mjög greinilega þegar föl er í fjallinu, en ekki vel
endrarnær.
Enn er eitt ótalið, sem hlýtur að hafa haft
mikil áhrif á útlit þessara fjalla, en það eru jöklarn-
ir á isöldinni. Nú er þó ekki að sjá mikið á iögun
fjallanna að jökull hafi gengið yfir þau. — Það er
helzt Kerhólakambur, sem bendir í þá átt; hann er
hvelfdur þeim raegin, sem jökullinn hefur komið að
honum og með brattri brekku þar sem jökullinn
hefur runnið fram af honum, en á slikum stöðum
nær jökullinn sér ekki niðri. — Vegna þess, hvað blá-