Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 186
186
grýtið er kleyft, hefur vatnið nærri þvi allsstaðar
sprengt úr hlfðunum yfirborðið jökulnúna. Má fá
góða hugmynd um þetta á Grænlandi; gneis- og
granitfjöllin, sem eru úr bergtegundum er standast
frost og vatn miklu betur en blágrýtið, eru öll með
bungum og kryppum eftir jöklana, en á lögun blá-
grýtisfjallanna sér varla jökulspor og hafa þau þó
verið isnúin engu síður. —
Að ofan var sagt, að Island er ekki nema lft-
ill hluti úr stóru blágrýtislandi, sem er sokkið í
sjávardjúp; og á þennan litla hluta hefur talsvert
saxazt og er hann víða sprunginn. Esjan og Akra-
fjall — sem vér höfum virt fyrir oss til þess að fá
nokkra hugmynd um blágrýtisfjöllin og þá um fjöll
yfirleitt — eru ekki hæðir vegna þess, að þau hafi
lyfzt upp, heldur af því, að það sem að lá, sprakk
frá og sökk. Sumt sökk svo djúpt, að þar er nú
haf yfir; Akrafjall mænir út yfir Faxaflóa. Aðrir
hlutar sukku skemra, en sporðreistust; má þar nefna
t. a. m. Hamrahlíðina í Mosfellssveit. Þorv. Thor-
odd-sen hefur bent á, að þetta hefur orðið fyrir is-
öldina; dólerithraun, sem jökull hefur heflað og nú-
ið, hafa runnið kringum þessi fell og er bert af því
að f'ellin eru eldri en ísöldin. Enn önnur hálendis-
brot eru það, sem sigið hafa en losnað þó ekki al-
veg frá fjallinu og á ég þar við klettastykkin niður
undan Kerhólakambi og hælinn suðaustur úr Esj-
unni. Bezt sýnir þó Akrafjall, hvernig sjálfar þess-
ar spengur, sem ettir standa, eru snortnar af
hrammi þess kraftar, sem braut og sökti landinu
mikla. —
Eftirtekt og umhugsun hafa leitt í ljós, að fjöll-