Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 218
218
nefndur; hann var auðugur gimsteinasali og af
Branaína stétt. Einhverju sinn tókst hann ferð á
hendur til höfuðborgar þeirrar, er Baranasí hét. Sú
borg beitir nú Benares. Hugðist Pandú þessi mundu
græða drjúgum fé í þeiri ferð, og tók sér til fylgd-
ar þræl sinn, er gæta skyldi hesta hans.
Gimsteinasalinn var þegar kominn vel á veg
og skundaði ferð sinni til að ná áfangastað sinum;
var og veður hið fegursta, hafði þrumuskúr nýlega
kælt lopthitann og drógu nú hestar hans vagninn
sem fjöður eftir veginum.
Þegar minnst varði rákust þeir félagar fram á
samana nokkurn, en svo nefnast enn munkar
Búddamanna. Þóttist kaupmaður sjá á hinu heið-
virða yfirbragði mannsins, að vera tnyndi heilagur
maður; hugsar þvi á þá leið með sjálfum sér: »Svip-
ur manns þessa er heilags manns svipur; samfylgd
góðra manna er gæfuvegur, og ætli hann að fara
til Baranasí vil eg bjóða honum að setjast hjá tnér
uppi i vagni minum«. Síðan heilsaði hann munk-
inum, sagði honum hvert hann ætlaði að fara, svo
og i hverju veitingahúsi hann mundi dvelja i Bar-
anasi. Hinn svaraði og kvaðst Narada heita, og
ætla til hintiar sömu borgar. Þá bauð kaupmaður
honum að þiggja sætið í vagninum. »Hafið þökk
fyrir, vel er boðið« svaraði Narada, »þvi mjög er
eg tekinn að lýjast á langferðinni; en fyrir því að
eg á eingar eigur i heimi þessum, má eg þér eigi
launa tneð peningum liðsinnið, heldur meö andleg-
um fjársjóði þeirra auðæfa, er mér hlotnuðust, meðan
eg fylgdi Sjakjamúní, hinum háblessaða, mikla Búdda,
meistara guða og manna«.
Síðari héldu þeir áfram ferðinni, og fannst Pandú
mikið urn ræður Narada. Eptir litla hrið bar þá